FRÁBÆR PITSASTAÐUR

Það er alltaf gaman að upplifa hið óvænta.  Sérstaklega þegar kemur að mat og þessháttar.  Ég er bara komin á þann aldur að matur er hættur að svipta mér upp í hæðirnar eins og áður fyrr þegar bragðlaukarnir mínir voru nýorpnir og ólífurnar brögðuðust alveg upp í ennisholurnar. En þetta er allt í uppnámi því ég bragðaði bestu pitsu sem ég hef smakkað í kvöld.  Ég er reyndar svolítið bíasaður því dóttir mín vinnur á þessum stað. Hún var svo

Lesa meira

STOLIÐ ÚR NONNABÚÐ

Ég fór í göngutúr í dag með Bessa. Þar rakst ég á kunnuglega mynd. það var auglýsing fyrir tónleika eða þvíumlíkt Hauskúpa með gítörum í kross. Þetta konsept er stolið frá Jóni vini mínum úr Nonnabúð. Hann gerði svona boli fyrir all-löngu síðan. Nonni ætti bara að taka þessu sem hrósi. Trikkið við góða list er að stela frá rétta fólkinu. Það er bara heiður að ef einhver lufsast til að stela frá sér. Hérna er mynd af hinni stolnu

Lesa meira

HEIM AFTUR

Ég fór til Íslands í þann 8. maí. Erindið var tvíþætt. Annarsvegar að vera kynnir á Skjaldborgarhátíðinni 2008 og svo að setja upp eldhúsinnréttingur fyrir mömmu og Ottó. Allt þetta gékk vel og nú er ég komin heim til Svíþjóðar. Bessi og Leó tóku fagnandi á móti mér. Ég var þreyttur eftir flugið enda hafði vaknað kl 03 og lítið sofið nóttina áður. Ég fór því snemma í háttinn. það er svolítið skrýtið að fara aftur í fæðingarorlofstempóið eftir hasarinn

Lesa meira

RÓSA BARBÍSDÓTTIR

Þegar Auður dóttir mín var lítil átti hin uppáhaldsdót. Það var grænn plasthestur. Hún meðhöndlaði hestinn á afar varfærinn hátt og lék sé með hann af andakt. Hún skýrði hestinn Rósu Barbísdóttur. Þetta þótti mér ferlega krúttlegt og Rósa er nú á skrifborðinu mínu við ásamt litlu dóti sem tengist fjölskyldumeðlimum mínum á einhvern hátt. Reyndar var Rósa kölluð til styttingar, Rósa Barbís. Auður eignaðist síðar fjólubláan hest (Pony-dót) og sú fékk nafni Fjóla-Rósa Glimmerrós. Fjóla er ennþá til og

Lesa meira

Site Footer