1991

Ég man eftir einu.  Ég man þegar ég var ungur maður einhversstaðar í Berlín meðan veggurinn umlukti borgina eins og risastórt piparkökumót.  Ég man veðrið og skrýtnu lyktina ofan í neðanjarðarlestastöðvunum.  Ég man techno, Tresor og lykilinn sem ég bar um hálsinn. Ég man líka samtal sem ég átti við konu einhversstaðar á bekk sem stóð á harðnarðri mold og fuglar tístu og flugu.  Ég man meir að segja hvað hún hét.  Hún hét Gudrun Fidler eða Friedler. Hún var

Lesa meira

ÍTREKUN SÁTTABOÐS, FRÁBÆR REYKJAVÍK OG VÍDEÓ AF HERLEGHEITUNUM

Ég er ekki búin að fjalla um hvað Reykjvík sé frábær. Ekki frekar en ég er búin að fjalla um hvað mál Gunnlaugs M. Sigmundssonar á hendur mér er súrt. Ég ítreka hér með sáttatilboð mitt um að Gunnlaugur hætti þessari vitleysu. Þetta er dýrt fyrir mig og fáránlegt að misnota dómskerfið með þessum hætti. Ég á heldur ekki þessar 4 og hálfu miljón sem að Gunnlaugur vill fá frá mér. Ég skal samt greiða sem nemur einum mánaðarlaunum í

Lesa meira

FRÆGASTI SEM ÉG HEF SÉÐ II

Það var einu sinni þegar ég var staddur í Berlín að ég sá bæði Helmut Khol og Bill Clinton. Bandaríkjaforseti var í heimsókn í Berlín í tilefni að sameiningu þýsku ríkjanna. Mikill mannfjöldi var saman komin til að hlusta á ræðuna og allar aðstæður voru hinar bestu. Mér er minnisstætt að Clinton hélt ræðuna á ensku en með þýskum lokaorðum. Mér sýndist Berlínarbúar brosa í kampinn við hvatningarorð Bandaríkjaforseta enda eru þeir þekktir fyrir afar kaldranalegan kímnigáfu. Berlín var brennidepill

Lesa meira

Site Footer