MONA SAHLIN ER EKKI AULI

Mona Sahlin er að segja af sér eftir það sem kratar í Svíþjóð skilgreina sem kosningaósigur. Hún er ekki auli.  Hún er heilbrigður stjórnmálamaður.  Íslenskir kollegar hennar mættu læra margt af henni.

ÍSLAND ER DAUTT – LIFI ÍSLAND

Ég er búin að vera í ljómandi skapi að undanförnu.  Í fyrsta lagi er gaman að vera byrjaður að vinna, svo lenti ég í ævintýri með bílinn minn, svo er konan mín frábær og krakkarnir sömuleiðis.  Já og svo sá ég viðtal við Jón Gnarr í Kastljósinu.  Það gladdi mig ósegjanlega.  Og ég fór að hugsa.

MEÐ BROS Á VÖR EN ÓBRAGÐ Í MUNNI

Í síðustu viku bloggaði ég bara um eitt mál.  Endurráðningarmál Halldórs Ásgrímssonar hjá norrænu ráðherranefndinni.  Eins og flestir Íslendingar varð ég fyrir hálfgerðu áfalli þegar Halldóri var umbunað fyrir efnahagshrun Íslands með endurráðningu til tveggja ára.Ég skrifað því bréf um þessa hneisu þar sem ég vakti athygli yfirmanna Halldórs á ferli hans, spillingu og hryðjuverkum gegn íslensku þjóðinni.  Ég lét svo þýða á 4 tungumál. Dönsku, sænsku og norsku.  Finnska þýðingin kemur vonandi í þessari viku og sú færeyska einnig.

ÓSVINNUNA VERÐUR AÐ AFHJÚPA

Skammarleg ráðning Jóns Sigurðssonar sem stjórnarformanns Íslandsbanka hefur vakið upp reiðibylgju. Reyndar eru reiðibylgjurnar orðnar svo margar að líkja má við stórsjó. Hneykslalegar embættisfærlslur brjóta á almenningi svo dynur í. -Ætlar þetta engan endi að taka? Nú nenni ég ekki að mæra eða lasta þennan Jón Sigurðsson. Hin einfalda staðreynd blasir við og er öllum ljós. Hann svaf á verðinum sem formaður stjórnar FME. Hann gerði ekki neitt og var þar af leiðandi gagnslaus á ofurlaunum (furðulegt þetta samhengi milli

Lesa meira

Site Footer