Ég hef undanfarið bloggað um ráðningu Páls Magnússonar hjá Bankasýslu ríkisins. Ég hef velt fyrir mér allskonar flötum á málinu og sett í samhengi. Rökin gegn þessari ráðningu eru tvennskonar.
Efnisorð: Árni Magnússon
Eins og lesendur hafa tekið eftir, hef ég verið að skoða ráðningu Páls Magnússonar sem forstjóra Bankasýslu ríkisins. Ég tel svo augljóst að maðkur sé í mysunni að ég er búni að panta afrit af öllum fundum, fundargerðum, minnisblöðum og öllu opinberu efni sem var skrifað í ráðherra tíð Valgerðar Sverrisdóttur. Ég var sannfærður um að þar muni leynast svarið við spurningunni hversvegna óhæfasti umsækjandinn var valinn í embætti forstjóra Bankasýslu ríkisins