VÖRN GUNNLAUGS M. SIGMUNDSSONAR

Eftir allan hasarinn dagana eftir grein Agnesar um Kögunarmálið, birtist skyndilega heilsíðuviðtal við Gunnlaug M. Sigmundsson (þá þingmann og forstjóra Kögunar) í Mogganum þann 16. maí 1998.  Fyrirsögn viðtalsins er „Samkvæmt bestu samvisku“.  Þetta þykir mér spéleg fyrirsögn því að afar auðvelt er að framkvæma hin verstu afglöp „samkvæmt bestu samvisku“ eins og dæmin sanna.

15. MAÍ 1998. – BOMBURNAR FALLA

Eftir tímamótagrein Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu er ljóst að Mogginn hefur fengið nóg af svívirðilegu einkavæðingarbraski Sjálfstæðis og Framsóknarflokks.  Salan á Síldarverksmiðju ríkisins var í fersku minni og vakti óbragð í munni allra sem fylgdist eitthvað með samfélagsmálum á þessum tíma. Grein Agnesar er óvenju beinskeytt, löng og greinilegt að hún hefur kynnt sér málið í þaula.  Morgunblaðið fjallaði um málið í leiðara þann 12. maí og tónninn var skýr.  „Þetta er óþolandi og við eigum ekki að líða þetta“.  Kíkjum á nokkur dæmi:

10. MAÍ 1998. -AGNES BRILLERAR.

10 maí 1998 er ekkert sérstaklega merkilegur dagur í mannkynssögunni.  Á Wikipediu er nákvemlega ekkert um þennan dag að finna.  Engir stóraburðir, enginn frægur fæddist og enginn frægur dó,  Sennilega er þessi dagur 10 maí dæmigerðasti dagur ársins.  Ekki sumar, ekki vetur og eiginlega ekki neitt.  Mogginn var hinsvegar sérstakur þennan dag.  Í honum birtist grein Agnesar Bragadóttur um Kögunarmálið þar sem hún tók upp þráðinn þar sem Vestfirska fréttablaðið (bls 1 / 2 / 3) og Helgarpósturinn (1 / 2) höfðu skilið hann

Lesa meira

RIGNINGARDAGUR

Þetta hefur verið hektískur dagur.  Málshöfðun Gunnlaugs M Sigmundssonar á hendur mér hljóp einhvern veginn í fjölmiðla og málið ruddist af stað.  Eins og ég sagði þá átti ég samt von á þessu en hélt að þetta myndi ekki fara af stað fyrr en eftir 28. júní.  Ég var eignilega að vona einhvers staðar að þetta myndi leysast öðruvísi. En það er víst orðið of seint héðan í frá.

FYRIRSJÁANLEGUR MOGGI, ÞJÓÐKIRKJAN OG KOSNINGASJÓÐUR GUÐLAUGS ÞÓRS

Ég verð að játa að ég er nýbyrjaður að lesa Moggann aftur.  Ég var hættur en svo féll ég.  Það var fyrir algera tilviljun og ég mun reyna mitt ýtrasta til að álíka staða komi ekki upp aftur.  Þegar Mogginn er annarsvegar á maður bara að fá sér vatnsglas og fara í göngutúr.En eins og með brennivínið, þá dettur maður niður á nákvæmlega sama stig og þegar maður hætti, þegar maður byrjar aftur.  Verður gramur og úrillur.   Þetta blað er makalaust og ef einhvertímann hefur verið

Lesa meira

EXTRA – EXTRA !!!! VÆNTANLEG FRÉTTASKÝRING Í MOGGANUM

Það hefur verið kostulegt að fylgjast með umfjöllun Moggans síðustu daga um Evrópumálin. Á mánudaginn var forsíðufrétt um að Árni Þór Sigurðsson væri ósammála Ögmundi félaga sínum í VG um hversu hratt megi semja við ESB.  Á þriðjudaginn var flennifyrirsögnin „Aðildarglugginn lokast“ og í morgun var aftur á forsíðu stríðsfyrirsögn um Evrópumálin „Hægðu á aðildarferlinu“.

Site Footer