SÝNUM STUÐNING Í VERKI – NÚ ER LAG

Eftir skelfileg tíðindi um brottvikningu albönsku fjölskyldnanna glittir loksins í von um eðlilegar lyktir þessa skelfilega máls.  Alþingi mun taka mál þessa fólks fyrir með það fyrir augum að veita því ríkisborgararétt.

Ég hef fylgst með samfélagsmálum í áratugi og man ekki eftir öðru eins máli og máli Albönsku fjölskyldnanna.  Í því sýndi „kerfið“ sitt ljótasta andlit og ég held að þjóðinni hrylli ennþá við þeirri ásjónu.

Fréttir af þessu máli voru eins og að vera kýldur í magann.

Þessu máli er ekki lokið þótt að vonin hafi að sönnu verið tendruðu að nýju.  Það er í gangi söfnun til handa þessum fjölskyldum og börnunum þeirra.  Það er mjög mikilvægt að vel til takist því þrýstingur þarf að vera á stjórnvöld í þessu máli alla leið og í hverju einasta skrefi

Þar til málinu lýkur með punkti í votta viðurvist.

Hérna eru allar upplýsingar um bankareikning og greiðslutilhögun.

Site Footer