BARNABÆKUR

Synir mínir eiga fullt af bókum. Bækurnar eru sumar hverjar gamlar sem að Ingunn fékk þegar hún var krakki. Bækur sem hættar eru að fást en samt alveg jafn skemmtilegar og fyrir 2 áratugum. Náungi að nafni Albín nýtur mikilla vinsælda og einnig hann Barbabba

Nokkrar bækur sem Bessi á eru í bundu málifyrir krakka.

Sumt af því sem er þarna á prenti er illskiljanlegt fyrir fullorðið fólk, hvað þá krakka. Ég fæ stundum á tilfinninguna að sá barnabókarhöfundur sem skrifar í bundu máli er í raun ekki að skrifa fyrir krakka heldur að skrifa fyrir sjálfan sig, og sýna þannig svart á hvítu að hann ráði við bundið mál, ellegar að hann sé að skrifa fyrir aðra fullorðna. Krakkar skilja ekkert bundið mál fyrr en um 10 – 12 ára aldurinn. Auðvitað eru sumar sögurnar ágætar t.d sögur Dr. Seuss. Teikningarnar eru alveg frábærar. Ég er viss um að foreldrar þýði jafnharðan hið bunda mál yfir á laus mál þegar þau eru að lesi þessar bækur fyrir börnin sín. Það geri ég allavega.

Site Footer