SVO SANNARLEGA

Eins og lesendur bloggsins míns hafa ugglaust tekið eftir þá er miljarðamæringurinn Gunnlaugur M. Sigmundsson búin að stefna mér fyrir dóm vegna ummæla sem ég skrifaði á bloggið mitt.  Ummælin eru í raun ekkert sérstaklega merkileg og má lesa í yfirlýsingu sem að Gunnlaugur vildi að ég skrifaði undir.

-og viðurkenndi að grein Agnesar Bragadóttur væri full af rangfærslum
-og bæði sig afsökunnar á blogginu mínu
-og viðurkenndi að ég væri ærumeiðari
-og borgaði sér 300.000 kall.

Hérna má sjá þessa makalausu kröfu.

Þetta eru auðvitað fáheyrðar kröfur.  Sérstaklega sú að ég lýsi því yfir að skrif einhvers annars eru röng og full af rangfærslum.  Skrifum sem aldrei hefur verið mótmælt eða leiðrétt á einn eða annan hátt.

Í stefnunni gegn mér er að finna þessa setningu sem hljómar ágætlega við setninguna í plagginu sem að Gunnlaugur vill að ég skrif undir.

Þarna er haldið fullum fetum fram að bloggfærslan Formaður framsóknarflokksins og hræðslan „sé ekki eðlilegt innlegg í almenna þjóðfélagsumræðu á þeim tíma sem þau voru viðhöfð“.

Þessu vil ég mótmæla.

Tilefnið þessarar bloggfærslu var ærið.  Formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davið Gunnlaugsson (sonur Gunnlaugs M. Sigmundssonar sem stefnir mér) var nefnilega allan veturinn búin að klifa á því að þeir sem vildu samþykkja Icesave-samningana, tilheyrðu einhverri „elítu“ eins og hann kallaði það. Þetta kemur kannski skýrast fram í grein sem hann ritaði í Moggann þann 5. apríl 2011, en þar telur hann barasta upp þá sem hann segir vera í „elítunni“.


Í sannleika sagt þá blöskraði mér þessi ummæli Sigmundar en þetta var ekki í fyrsta skiptið sem hann hélt þessu fram.  það voru einmitt ummæli af þessum toga sem kveiktu hugmyndina af bloggfærslunni um formann framsóknarflokksins og hræðsluna.

Sigmundur Davíð hafði nefnilega orð á því að ríkisstjórnin ætti að vera svo hrædd við almenning.  Ég snéri þessu bara upp á Sigmund Davíð sjálfan og sagði að hann ætti að vera hræddur við almenning því að það er hann sem er að vel skilgreindum Framsóknaraðli eins og allir þekkja.

Í stefnunni gegn mér eru ennfremur þessi fullyrðing.

Þessu er ég hjartanlega ósammála.

Höfum í huga þann ógurlega skaða sem klíku-kerfið hefur valdið íslensku samfélagi.  Höfum í huga að fjöldi fólks á sannarlega allan sinn auð undir pólitískum tengslum.  Það er til fólk sem hefur makað krókinn og tihleyrt hópi útvaldra til að eignast ríkiseigur,  Verið í aðstöðu beggja vegna borðsins og samið við sjálfa sig um.  .

Höfum einnig aðeins í huga hvað á erindi til almennings og hvað ekki.

Ef að hliðstæðir atburðir gerðust í Svíþjóð þar sem ég bý, yrði allt brjálað, ef að ekki mætti tala um að faðir Lars Ohly formanns vinstriflokksins (sem er lítill flokkur í stjórnarandstöðu eins og Framsóknarflokkurinn) hefði auðgast gríðarlega á gráasvæðinu milli stjórnmála og viðskipta. Sér í lagi ef pabbinn hefði verið þingmaður sama flokks fyrir nokkrum árum.

En þetta er nákvæmlega staðan sem ég er í núna.

Þegar ég skrifa hugleiðngu á bloggið mitt um hræsni formanns Framsóknarflokksins þá á það erindi við almenning.  Það á erindi við almenning þegar ég rifja upp að faðir formanns Framsóknarflokksins auðgaðist gríðarlega í viðskiptum sem talin voru svo umdeild á sínum tíma að heilu dálk-fermetrarnir ( 1234 56789) voru skrifaðir um málið.  Það á erindi við almenning þegar formaður Framsóknarflokksins talar fjálglega um einhverja elítu, komandi sjálfur úr svoleiðis félagsskap

Þegar svara skal spurningunni hvort hugleiðingar um Kögunarmálið og tengsl formanns Framsóknarflokksins við það eigi rétt á sér er svarið þetta:

-Svo sannarlega!

Site Footer