SVINDLKEPPNI MJÓLKURSAMSÖLUNNAR

Á Íslenskum mjólkur-markaði ríkir einokun.  Eitt fyrirtæki gnæfir yfir og nýtur í ofanálag ríkisstyrkja.  Stundum hafa verið gerð áhlaup á yfirburðarstöðu Mjólkursamsölunnar en allar þær tilraunir hafa mistekist.

Ýmist með því að þau fyrirtæki hafa hreinlega verið keypt upp með húð og hári af Mjólkursamsölunni eða að Mjólkursamsalan hafi skekkt samkeppnisfærni samkeppnisaðilanna með óheiðarlegum hætti.

Mjólkursamsalan hefur verið sektuð vegna brota á samkeppnislögum en allt kemur fyrir ekki.

Það er sorglegt til þess að vita að löggjafinn/samkeppniseftirlitið hafi ekki borið gæfu til þess að fatta að háar fésektir á einokunarfyrirtæki hafa ekkert að segja nema það eitt að sektinni er velt út í vöruverðið og endar að lokum hjá neytendum. Það er mjög ósanngjarnt.

Skaði neytenda er þá tvöfaldur.  Fyrst með því að þurfa að eiga í viðskiptum við svindlarafyritæki, og númer tvö að þurfa að greiða sektina sem svindlarafyrirtækið þarf að greiða.

Það er knýandi að breyta samkeppnislögum þannig að forsvarsmenn svindlarafyrirtækja þurfi sjálfir að standa á því reikningskil þegar fyrirtæki sem þau stýra, svíkja og pretta neytendur  (sem þau ættu að þjóna, – ekki ræna),  Það þarf að koma því þannig fyrir að forsvarsfólk svindlara-fyrirtækja eigi á hættu að lenda í fangelsi séu þau staðin af svindli.

Þannig og bara virka samkeppnislög.  Ósvífnum svindlurum er alveg sama um sektir sem hvort sem er lenda hjá neytendum.

Fyrir nokkru var fyrirtækið Arna áberandi í verslunum en það fyrirtæki fór í samkeppni við MS og bauð upp á laktósafría mjólk.  MS brást við eins og alltaf og setti af stað sína eigin vörulínu með laktósafrírri mjólk og með það að markmiðið að þröngva Örnu út af markaðinum.

Ég er hættur að sjá vörur frá Örnu í bónusbúðinni minni og vona sannarlega að MS hafi ekki náð að eyðileggja enn eitt fyrirtækið sem vogar sér inn á áhrifasvæði Mjólkursamsölunnar.

Ég kalla eftir samstöðu neytenda í þessu máli. Við skulum ekki láta enn einn áratuginn líða án þess að hafa svo litið sem mótmælt þessum hroða með afgerendi hætti.

Nú er komið nóg.

Við viljum sam-keppni.  Ekki svindl-keppni

Site Footer