Sviðin jörð.

Þegar stríðsgæfa nasista snérist eftir ósigurinn við Volgugrad setti Hitler í gang einhverja ógeðslegustu áætlun í allri stríðssögunni. Áætlunina „sviðin jörð“. Þýskum hermönnum var skipað að eyðileggja allar byggningar og mannvirki sem þeir kæmust í tæri við á undanhaldinu, drepa eins marga óbreytta borgara (og fanga) eins og þeir gætu og skilja eftir sig sviðna jörð.

-Þetta gerðu þeir af nákvæmni.

Líkbrennsluofnarnir í útrýmingarbúðunum voru keyrðir á sólarhringsvöktum. Ekkert var slegið af. Menningarverðmæti brennd og hinir frjósömu akrar Rússlands, Hvítarússlands og Úkraínu voru brenndir niður í svörð.

Það stóð ekki steinn yfir steini.

Það sama kemur upp í hugann þegar ég les um að Davíð Oddson hótar því að krefjast fullra launa út ráðningartímann sinn ef hann verður rekinn úr Seðlabankanum. Þetta mun kosta Íslendinga um 200 miljónir. Nú er það svo að Davíð Oddson er ofurlaunamaður og hefur verið allan sinn starfsferlil. Hann setti einnig á umdeild eftirlaunalög sem tryggir honum hæstu eftirlaun í Íslandssögunni. Davíð Odson er ekki á flæðiskeri staddur peningalega. Hótunin um að hann fari í mál við Íslendinga er því ekki spurning um fjárhagslegt öryggi Davíðs, -heldur hefnd.

Davíð sér að hann hefur tapað hinu hugmyndafræðilega stríði. Við blasir hrikalegt efnahagsástand, fjöldaatvinnuleysi og upplausn. Á flóttanum ákveður Davíð að veita löndum síðasta svipuhöggið áður en hann gefst upp í bunkernum í Svörtuloftum. Náhirðin samþykkir eins og alltaf.

Ég tel að ekki sé fræðilegur möguleiki á þvi að Davíð átti sig á villu síns vegar og taki þátt í uppbyggingunni með okkur. Davíð er nefnilega að hefna sín á þjóðinni sinni. Hún klikkaði, ekki hann.

Site Footer