Svíar eru hundfúlir


Svíar eru beinlínis hundfúlir út í að hafa selt frá sér SAAB og Volvo á sínum tíma. Ford keypti Volvo og SAAB var selt til GM. Þessi amerísku fyrirtæki hafa stillt upp þessum sænsku gæðamerkjum þannig að þau keppi ekki við aðra bíla sem þau framleiða. Þess utan eru sænskir fúlur að geta ekki keypts sér umhverfisvæna bíla frá þessum fyrirtækjum. SAAB og Volvo eru flokkaðir sem lúxusbílar, eru dýrir og eyða miklu eldsneyti. Hér í Gautaborg eru hundruðir ef ekki þúsundir af óseldum lúxusjeppum sem áttu að fara til Bandaríkjanna. Uppsagnir hjá Volvo eru gríðarlegar og ekki sér fyrir endan á þeim.

Vinnufélagar mínir segja að gömlu Volvóarnir eru betri en þeir sem eru framleiddir í dag undir ægishjálmi bandarísku fyrirtækjanna. Þessu get ég vel trúað því að ekki er óalgengt að sjá volvóa á blocket.se sem eru eknir um og yfir 40.000 sænskar mílur (um 400.000 km) og eru í góðu lagi.

Alþjóðavæðingin hefur skaðað þá gæðaframleiðslu sem Svíar eru þekktir fyrir. Í staðin er selt einnota bandarískt drasl sem hannað þannig að líftími vörunnar er takmarkaður. Allt gert til þess að fólk þurfu að kaupa annan bíl eftir 5 – 10 ár.

1 comments On Svíar eru hundfúlir

Comments are closed.

Site Footer