STYRMI HRÓSAÐ

Silfur Egils í gær var áhugavert eins og endranær. Styrmir, gamli Moggaritstjórinn óð þar með súðum og kynnti til sögunnar Ísland framtíðarinnar. Íslandið sem reist verður úr rústum efnahagsstefnu Sjalfstæðisflokksins og Framsóknar (með aðkomu Samfylkingar, -ekki má gleyma þeim) Myndin sem Styrmir varpar upp er skýr.

Og við þekkjum hana vel.

Framtíðarlandið Styrmis er í rauninni Ísland árið 1960 mínus hernaðarlegt mikilvægi landsins. Ísland á að vera verstöð utan við alla samvinnu við aðrar þjóðir. Sumum kann ugglaust að hugnast þessi framtíðarsýn.  Afsakið, fortíðarsýn Styrmis, en ég er að minsta kosti innilega ósammála Storminum.

Vindar breytinga þurfa að blása um íslenkst samfélag, við erum sennilega öll sammála um það, en við þurfum ekki Storm aftan úr fortíðinni. Ef að þessi draumsýn Stormsins verður að veruleika, þá fækkar einnig landsmönnum í sama horf og árið 1960. Það munu u.þ.b 80.000 manns flýja verstöðina. Styrmir og félagar munu þá ugglaust vísa til náttúruvals og „sögulegrar nauðsynjar“ til að útskýra flóttann. Hann ætti að þekkja orðræðuna. Hún var notuð af austantjaldsliðinu sem Styrmir at kappi við í 30 ár.

Styrmi var hrósað fyrir að hafa verið á móti fákeppni og einokun í viðskiptalífinu. S.s á móti Baugi og öllu því liði.

Ég man ekki eftir því að Styrmir eða Morgunblaðið hafi verið mjög umhugað um samkeppni, eða mikilir andstæðingar fákeppni, þegar Flugleiðir, Eimskip o.fl., þ.e. fyrirtæki FLokksins, áttu meira og minna allt íslenskt viðskiptalíf !

Allt ber að sama brunni: Selektív hugsjónamennska. Afstaðan og baráttugleðin fer alltaf eftir því hver á í hlut, en ekki hvað á

Gott dæmi um þetta er þessi bók sem Styrmir hefur skrifað, Mér skilst ,og dæmi hafa verið færð fyrir því, að þessi bók sé kerfisbundin yfirhylming Styrmis á glæpum Sjálfstæðisflokksins. Í bókinni mun vera reynt að varpa ljósi á hrunið, en aldrei er minnst á þátt Kjartans Gunnarsonar varaformanns stjórnar LB og framkvæmdastjóra SjálfstæðisFLokksins og aldrei er minnst á skálkinn Baldur Guðlaugsson.

Gott samt að vita að Styrmir sé mótfallinn svona valdaklíkum. Sá innmúraði þykist nú vera orðin laus úr prísundinni. Talar nú fyrir gegnsæi eins og enginn sé morgundagurinn. -Fyndið. Maðurinn sem var talin hafa vald á við 2-3 ráðherra um árabili, Maðurinn sem enginn kaus.

Holur er tónninn þar sem Stormurinn gnauðar.

3 comments On STYRMI HRÓSAÐ

  • Æ æ ..

  • Klíkuskapur Styrmis nær auðvitað ekki yfir FLokkinn og kolkrabba kíkunan sem réð öllu hér.

    Ekki má gleyma því að Jóhannes í Bónus sagðist kjósa XD, hann vildi bara ekki Björn Bjarna.

  • Einkennilega bljúgir eru þeir núna sjálfgræðismennirnir og minna mann helst á úlfinn í æfintýrinu um Rauðhettu eða í kiðlinunum sjö.

Comments are closed.

Site Footer