STYRKUR TIL BJÖRNS BJARNASONAR VEKUR UPP SPURNINGAR

Á mánudaginn birti ég blogg um árásir Björns Bjarnasonar á sjónvarpsmanninn Gísla Einarsson. Dómsmálaráðherrann fyrrverandi dylgjaði um að Gísli hefði þegið styrk frá ESB til þess að framleiða þáttinn. Daginn eftir birti ég blogg um að „Evrópuvaktin“ hans Björns hefði þegið styrk frá Alþingi til þess að fjalla um ESB. 4,5 miljónir eftir því sem Björn segir sjálfur.

Þetta vakti töluverðan áhuga lesenda og ekki síður minn eigin því Björn neitaði að „Evrópuvaktin“ hafi þegið einhvern ESB styrk og sagði mig fara með fleipur og þarna vaknaði áhugi minn fyrir alvöru á málinu. Ég var eiginlega búin að missa áhugann á þessu blogg-stússi en þetta mál sveiflaði mér þráðbeint fyrir framan lyklaborðið.Ég kannað málið og sá að forsendan fyrir því að þetta

bbb

„Evrópuvaktin“ sem Björn Bjarnason og Styrmir Gunnarsson halda úti, fékk 4,5 miljón króna styrkinn, voru tvö efnisatriði.Ég leitaði og leitaði en fann ekki neitt. Endaði á að senda Birni Bjarnasyni fyrirspurn sem hann svarði um hæl. Sendi mér samantekt á því sem hann hafði skrifað út af fyrsta atriðinu (Kynning á viðhorfum innan framkvæmdastjórnar ESB…..) Reyndust þar vera saman komin 14 blogg -mislöng.

14 blogg um ferðalag Björns Bjarnasonar um Berlín, Brussel og Frankfúrt sem birtust á bjorn.is og Evrópuvaktinni.Haldið ykkur nú.Ég las þetta allt yfir, og er sennilega Íslendingur númer 3 sem leggur það á sig, en það furðulega er að Björn Bjarnason talaði við einn nafngreindann mann í þessari ferð! -Einn og stakan, nafngreindann mann í þessari för sinni til Jötunheima.-Einn mann!Annað fólk sem Björn vísar í er ekki nafngreint eins og ræðuhaldarar á einhverri samkomu og „viðmælandi minn“ nokkuð víða og greinilegt að sá kauði fylgdi Birni hvert fótmál.

Svo er eins og Björn hafi farið á einhvern fund og þar endurtekur Björn upp orð og skoðanir ýmissa ræðumanna sem hann heyrði tala. Í þau fáu skipti sem Björn Bjarnason vitnar í annað fólk á ferðalagi sínu, erum að ræða huldufólk. Björn talaði sem sagt aðeins við einn nafngreindann mann í þessari ferð sem að hans sögn mun hafa tekið 30 daga.Ekki beint traustvekjandi og fáheyrt í ljósi 4,5 miljón króna styrks frá Alþingi.Og hver skyldi nú þessi mikli maður vera sem Björn þó talaði við í þessari 30 daga Bjarmalandsför sinn inn í ægis-gap Evrópusambandsins? Jú það er einhver Hans-Olaf Henkel 71 árs Saxlendingur og var framámaður í samtökum þýskra atvinnurekenda. Hérna er mynd af honum. Sá er mikið á móti evrunni og hefur skrifað bók um andstöðu sína. Árið 2005 kom Henkel til Íslands og Mogginn tók viðtal við hann. Furðulegt að þar minnist Henkel ekkert á evruna og ógnir hennar. Talaði hinvegar um samkeppnishæfi og svoleiðis.

Spurning hvort Henkel og Bjarnason hafi ekki verið að hittast i fyrsta skiptið í fallegu skrifstofunni hans á Fiedrichstrasse í miðborg Berlínar?Það er gaman að bera saman viðtal Björns Bjarnasonar við eina nafngreinda manninn öllum þessum 14 bloggum, við grein sem téður Henkel skrifaði í Financial Times 29. ágúst í fyrra. Viðtal Björns á sér skýran samhjóm í grein Henkels.Punkturinn með þessu bloggi er ekki að varpa ljósi á sleifarlagið á þessari ferðasögu Björns Bjarnasonar. Né er það að renna stoðum undir þær grunsemdir sem óneitanlega vakna þegar í sífellu er verið að vitna í eitthvað huldufólk.

Mig langar að benda á hvernig Björn og þessi „Evrópuvakt“ sem hann heldur úti, hefur skitið út það traust sem Alþingi bar til hans með að veita honum 4,5 miljón króna styrk.Þess má að gamni geta að miðaði við þær áætluðu 4,5 miljónir sem „Evrópuvaktin“ fékk frá Alþingi, þá mun hvert Bjarmalandsblogg hafa kostað 320 þúsund kall. Fráleit upphæð miðað við að Björn hefði hvort sem er skrifað þetta. -Svo þarf hann engan pening heldur. Ég hefi hefði mikið frekar viljað sjá Láru Hönnu fá þennan pening. Þá hefði a.m.k einhver lesið þessi Alþingisstyrktu blogg . „Evrópuvaktin“ kemst ekki einu sinni inn á topp 25 vinsælustu vefritinn. það þýðir að heimsóknir eru innan við 40 á dag. Þetta er skjáskot þann 28 mars 2012 og er fengið frá Blogggáttinni sem heldur utan um vinsælustu bloggin á Íslandi. „Evrópuvaktin“ kemst ekki einu sinni á blað.En þetta var útúrdúr.

Áfram með smjörið:Hvernig skiptu þeir Styrmir þessum styrk á milli sín? Fékk Styrmir helminginn? Í hvaða ferðalag ætlar hann fyrir peninginn? Hvað kostaði Bjarmalandsför Björns? Hvar bjó hann? Þarf að gera grein fyrir kvittunum? Hundrað spurningar vakna. Í athugasemd við bloggið mitt segir Björn að rekstrarleg umsýsla sé í höndum félagsins „Evrópuvaktin“ og umsjónarmaður þess sé Friðbjörn Orri Ketilsson. -Þýðir þetta að styrkurinn frá Alþingi sé að blæða saman við viðbjóðsvefinn AMX? Hvað kostar þessi umsjón og í hverju er hún fólgin? Er búið að greiða út styrkinn eða þarf að sýna fram á kvittanir? Hvað lásu margir þessi 14 Bjarmalandsblogg Björns Bjarnasonar? Hverja talaði Björn við í þessari för? Er virkilega nóg að segja Þegar rætt er við skoska þjóðernissinna„. eða „..áhrifamikill stuðningsmaður Angelu Merkel sagði“ eða viðmæland minn sagði, eða þingmaður sem ég hitti eða boðskapur hóps fræðimanna hjá SWP var skýr..„. Fúskið og ótrúverðugleikinn er yfirþyrmandi.

Hin forsendan fyrir 4,5 miljón króna styrknum frá Alþingi var…….. Þetta skilyrði hefur aldrei verið uppfyllt.Ég hvet alla til að lesa þessa ferðasögu Björns Bjarnasonar inn í Mordor. Sérstaklega fréttafólk og þá sem vinna við textagerð. Það þarf að greina þessa sögu Björns því mér sýnist í fljótu bragði hún hafa verið skrifuð af stórum hluta einhversstaðar í Hlíðahverfinu. Björn virðist vera að rýna í eitthvað útgefið efni eins og fréttatímarit, og draga sínar ályktanir af því. Leiðarar morgunblaðsins eru notaðir sem heimild. Í blogginu, „ESB-aðildarviðræður á röngu róli“ frá 27.10 er

bara vitnað í leiðara Davíðs Oddssonar Niðurlagið úr því bloggi er makalaust. -Þetta er úr Mogganum gott fólk. -Þetta borgaði Alþingi fyrir!Hvað var Björn að þvælast til Brussel til þess að vitna í Moggann? Þess má geta að þetta blogg Björns (númer 6) er hvergi að finna hjá Evrópuvaktinni heldur bara að finna á bjorn.is og hjá AMX vefnum andstyggilega (sem tengill). Þetta er sérkennilegt því að það var jú Evrópuvaktin sem fékk 4,5 miljón króna styrkinn. -Ekki Björn persónulega né AMXMér sýnist að Björn hafi talað við 6 manneskjur og þar af eina sem er nafngreind. Hérna er tafla sem ég tók saman til að létta fólki vinnuna við að þræla sér í gegnum moðtexta Björns Bjarnasonar. Sjálfur segist Björn hafa rætt við „tugi manna„. Nokkuð sem er á skjön við staðreyndir málsins. það gæti samt verið að Björn hafi talað við hóp af skoskum þjóðernissinnum, en hann vitnar aðeins á einum stað í það samtal þannig að lítið hefur verið á því að græða. Mér þykir ljóst að Björn Bjarnason og félagi hans Styrmir Gunnarsson virðast hafa fengið óútfylltan tékka til að leika sér eitthvað með. Mér sýnist þeir ekki fara eftir forsendum fyrir miljóna króna styrknum frá Alþingi og ástunda vafasöm vinnubrögð eftir því sem verður best séð.. Ég leyfi mér að fullyrða að þetta var ekki hugmyndin þegar Alþingi ákvað að veita styrk til þess …,,að stuðla að opinberri og upplýstri umræðu og fræðslu um Evrópusambandið, stefnu þess og áhrif hugsanlegrar aðildar Íslands að sambandinu”

Site Footer