STURLAÐ FÓLK

Nú myndu flestir flokka Hreyfingua sem róttækt stjórnmálaafl.  Ég kaus þennan flokk (eða hvað á að kalla það) í kosningunum.  Ég trúði í alvöru á breytingar.

Núna standa fyrir dyrum risa-breytingar á öllum sviðum þjóðfélagsins.

Kvótamálið – Stjórnlagaþing – ESB – réttlátara skattkerfi osfr.

En alltaf.  ALLTAF þegar á reynir, kýs Hreyfingin á pari við Sjálftæðisflokkinn.

Hverju sætir það?

Það er eins og þingmenn Hreyfingarinnar hafi sturlast í hatri sínu á Samfylkingunni. Sturlast svo mjög að þau sjá ekki hvað er að gerast.  Sturlast svo mjög að telja að betra sé að afhenda Sjálfstæðisflokknum lyklavöldin að stjórnarráðinu en að hafa Samfylkinguna í stjórn.

-Sturlast svo mjög að vilja fórna nýrri stjórnarská fyrir að koma Samfylkingunni frá

-Sturlast svo mjög að vilja viðhalda órétti kvótakerfisins fyrir að koma Samfylkingunni frá.

-Sturlast svo mjög að vilja henda út réttinum fyrir að hafa sem flestar þjóðaratkvæðagreiðslur til að halda landinu utan við ESB.

-Sturlast svo mjög að henda út skattkerfisbreytingum til þess að koma Sjálfstæðisflokknum að.

Site Footer