Stórtíðindi!

Ég er mikill aðdáandi GusGus og hef fylgst með bandinu síðan í byrjun. Mér þykja Gus bara batna með árunum og síðasta platan er frábærlega frábær. Ég er húkkt og verð húkkt uns yfir líkur. -Það á að spila Moss í jarðarförinni minni.

Ég sá núna rétt áðan að Urður er hætt í bandinu og Daníel Ágúst komin aftur. Mér þykir þetta lofa góðu. Ekki að Urður sé eitthvað slæm. Hún er frábær. Dæmin sanna bara að Gus hefur gott af breytingum. Það gerist bara e-ð frábært.

Ég hlakka til að heyra nýju plötuna í jan09

Ef ég ætti að reyna að skýra út hvað mér finnst svona frábært við Gus þá er hann glettilega naskur á flottar laglínur, pumpandi bassa, mínimalismi og flottar raddir. En það er vibe-ið sem ég fíla einna best. Þetta er svo helvíti djöfull kúl altsaman. Áreynslulaust, flæðandi og elskandi.

Site Footer