STÆRSTA SJÓNVARP Í SVÍÞJÓÐ

Gamla sjónvarpið okkar belaði. Skart-tengin voru orðin slöpp og ómögulegt að lóða þetta saman. Tæki í dag eru þannig úr garði gerð að það er ekki hægt að gera við þau. Þeim er bara hent á hauganna. Hver færi t.d með brauðrist í viðgerð? Þetta er öfugsnúið og ömurlegt.

En þetta er samt heimurinn eins og hann er. Lítið við því að gera. Við keyptum okkur þvi bara annað sjónvarp. Og miklu stærra en það gamla. 33″ hlunk sem er í alvörunni tveggja manna tak. Ég er tæplega 1.90 á hæð, 90 kíló og rammur að afli (svo ég segi sjálfur frá) en ég lofta ekki þessum hlunk. Það tók mig 2 klukkutíma að tengja allt draslið saman og núna virkar allt eins og í sögu.

Eina pikklessið er að DVD/heimabíóið mitt er svo langt að það passar ekki inn í sjónparpsskápinn sem fylgdi með. Ég þarf að saga út fyrir því þegar vel liggur á mér. Hlunkurinn kostaði ekki nema 500 kall sænskar og er í fullkomnu lagi. Gallinn er að fjarstýringaruglið fer ekki minnkandi. Það eykst.

Það er ég viss um að hann Trausti vinur minn hjá EJS hlær sig máttlausan af þessum risa-hlunk. Hann er nefilega tækjafrík með sér sjónvörp sem sérsvið.

Annars er ég eignlega að jafna mig á einhverjum fjáranum. Ég hef verið pirraður fram úr hófi (sem sést því miður á Eimreiðinni), orðjótur, hvatvís og rætinn. Mér líður eins og efnahagi landsins. Ég held að botninum sé náð. Nú er leiðin bara uppávið. Sú staðreynd að Baugur er á leiðinni á hausinn á sama degi og það næst ekki í seðlabankastjóra til þess að segja honum upp, er lýsandi fyrir hinn algera ósigur ný-frjálshyggjunnar. konungurinn í felum og prinsinn sem óx föður sínum upp fyrir höfuð, baugslaus um mittið og með allt niðrum sig.

-Svona er þetta skrýtið.

1 comments On STÆRSTA SJÓNVARP Í SVÍÞJÓÐ

 • Teitur ég skil ekki þetta fjarstýringavesen alltaf á þér. Áttu ekki konu?

  „Kona, hækka“
  „Kona, stöð þrjú“
  „Kona, lagfæra koddann“
  osfrv.

  Karlmaðurinn er húsbóndi á sínu heimili og hlutverk konunnar er að þjóna honum. Lestu ekki biblíuna maður?

  AH

Comments are closed.

Site Footer