Stóra Toblerone málið.

Í skemmtilegum Kastljósþætti á föstudaginn voru gestirnir Hallgrímur Helgason og Sveinn Andri Sveinsson. Sveinn sem hefur undanfarið komið að umræðunni um sjálftöku stjórnmálamanna minntist þar á „Toblerone-málið“ sem kom upp í Svíþjóð 1995.

Í stuttu máli snérist málið um að Mona Sahlin þáverandi ráðherra í ríkisstjórninni notaði kreditkort ríkisins fyrir einkaneysluna sína. Hún endurgreiddi að vísu alltaf til baka og sagðist hafa litið á þessa notkun á kortinu sem fyrirfram laun. Aðspurð sagðist hún hafa notað kortið m.a til að kaupa beyjur og Toblerone. (þaðan sem nafnið á hneykslismálinu er fengið) Hún fór að lokum með málið fyrir dóm þar sem hún hugðist hreinsa nafn sitt. Þar kom m.a í ljós að Sahlin skuldaði mikið fé í stöðumælasektir, skuldaði afnotagjöld af sjónvarpinu, hafði greitt seint og illa peninga fyrir leikskóla barna sinna og hafði haft í vinnu barfóstru sem hún borgaði svart. -Frekar slappur ferlill af mannesku í lykilstöðu í opinberri stjórnsýslu. Í kjölfar Toblerone-málsins sagði Sahlin af sér sem varaformaður Sósíaldemókratanna og hætti þingmennsku ári síðar. Allt um Toblerone-máli hér. [Sænska] [Enska]

Það var því fyrir tilstuðlan blaðamanna Expressen að þetta mál fór af stað. Spurningum á borð við að hvort manneskju sem notaði kreditkort ríkisins fyrir eigin neyslu væri treystandi til þess að gegna ábyrgðarstöðu. Auðvitað er ekkert merkilegt að kaupa Toblerone fyrir peninga ríkisins en það er hugarfarið bak við kaupin sem eru ámælisverð.

Þarna sýndi sig að kerfið virkaði. Fjórða valdið var að standa sig. Nú um stundir sýnist mér íslenskir fjölmiðar vera áhugalausir um fjölmörg mál sem mörg hver eru töluvert alvarlegri en Toblerone-málið í Svíþjóð. Mér þykir t.d sú skoðun Árna Þórs Sigurssonar um að það sé „eðlilegt“ að Samgöngumálanefnd Alþingis gisti á hóteli í Reykjavík (þrátt fyrir að allir nema ein búi á höfuðborgarsvæðinu) sæta undrum. Þingmaður með svo slappan siðferðisstuðul hlýtur að vera með eitthvað verra í pokahorninu en þessa asnalegu hótelgistingu.

Hvar á að draga mörkin? Er í lagi að þingmenn eða ráðherrar noti kreditkort fyrir eigin neyslu? Er í lagi að nota smávegis? Ef það er í lagi, þá hvað mikið? Eru þessir opinberu þjónar ekki með nógu mikið kaup til þess að kaupa sér vörur á borði við Toblerone? Eru íslenskir þingmenn með kreditkort? Ef svo er, hverjir. Eru greiðslusögur á svoleiðs kortum aðgengileg almenningi? Er Árni Johnsen með greiðslukort á vegum Alþingis? -Fjölmargar spuringar vakna.

Eins og Jónas Kristjánsson bendir á á blogginu sínu hafa bloggarar tekið við kyndlinum af hinum hefðbundu fjölmiðlum í því að fletta ofan af spilltum stjórmálamönnum. Það er kannski tímana tákn en fjandinn hafið það. Það hlýtur að vera meira púður í blaðmönnum sem starfa á fjölmiðlum landsins. . .

2 comments On Stóra Toblerone málið.

Comments are closed.

Site Footer