STÓRMERKILEGUR ÞÁTTUR UM WIKILEAKS

Ég var að enda við að horfa á stórmerkilegan fréttaskýringarþátt um Wikileaks.  Ísland fléttast heldur en ekki betur inn í þessa hringiðu og Kristinn Hrafnsson sæmdi sér vel.  Sömuleiðis Birgitta, Smári McCarthy og einn til sem ég man ekki hvað heitir í augnablikinu. Stórmerkilegur þáttur sem sýnir vel að „establismentið“ gersamlega hatar þegar fólk veit hvernig það vinnur, hvernig það hugsar og hvernig það bregst við.

Hvíti engillinn, Julian Assange, á að mínu mati skammt eftir ólifað og ég veit hvernig hann drepst og hvernig almenningur er látin gleyma þessum merkilega Ástrala.

Hann mun finnast dauður á einhverju hótelherbergi og skýringin verður að hann hafi „kafnað í einhverjum kynlífsleik“.  Þessi afsökun er oft notuð.  Ekki fyrir löngu fannst NJÓSNARI í Thames-ánni í ferðatösku.  Dánarorsökin var auðvitað „kynlífsleikur sem fór úr böndunum“. 

– – -Yeah…. Right…

Kannski er almenningur orðin svo viðbjóðslega heimskur að svona lagað dugar eða kannski eru „vondu“ orðnir svo ánægðir með sjálfa sig að þeir telja sig geta komist upp með hvað sem er.  Ég er ekki viss hvað það er, en við eigum að fagna þessum leka og umvefja hann og vernda.

það sem er svo ógeðslega fyndið, varðandi viðbrögðin á Íslandi, var að Björn Bjarnason, af öllu fólki var látinn svara fyrir lekann.  Sá var auðvitað alveg í molum yfir þessu og gerði að aðalatriði, lekann sjálfan, en ekki innihald hans.

Mjög dæmilegt.

það væri samt gaman að vita hvers vegna blaðamaðurinn valdi eftirlaunaþegan Björn Bjarnason til þess að svara fyrir þetta. Hann er í alvörunni síðasti maðurinn á Íslandi sem ætti að tjá sig efnislega um leka úr bandaríska kerfinu.

-o-o-o-o-

Þessi þáttur sannfærir mig enn fekar að nýjir tímar eru í uppsiglingu.  Nýjir og betri tímar.  Leyndarmálin verða dregin fram í dagsljósið og leyndarhyggjan lætur undan upplýsingaskyldunni.

-Ég held að við lifum á merkilegum tímum.

Site Footer