ERU ORKUSÖLUFYRIRTÆKIN KEPPINAUTAR ?

Í lok síðasta árs gerðu Neytendasamtökin svolítið áhlaup á rafmagnsmarkaðinn.  Hugmyndin var að boða til útboðs til allara raforkusala á Íslandi og reyna að ná – í krafti fjöldans (allra félaga í Neytendasamtökunum) myndi vera hægt að ná hagstæðari samningum en ef einstaklingur leitaði að sömu hófa.

Niðurstaðan var áfall svo ég tali tæpitungulaust.

Útboð voru sendi til fimm aðila. Tveir svöruðu og af þeim sagðist sá ekki taka þátt í svona löguðu. Eitt fyrirtæki, Orkusalan svaraði útboðinu en bauð aðeins 0,65% lækkun frá listaverði.

Um þetta fjallaði síðasta blogg.

Neytendasamtökin vöktu athygli á málinu og létu Samkeppniseftirlitið vita af þessari furðu.   Það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þeirri kögun.

Tvennt kemur til greina sem útskýring á þessu slappa viðbragði raforkusölufyrirtækjanna.  Annað hvort er svo mikil samkeppni í gangi að markaðurinn sé hreinlega frosinn inn í heljargreipar járnharðrar samkeppni…

eða…

… Að fákeppni af óþekktri stærðargráði sé ríkjandi.

 

Ég hallast að hinu síðara.

Fá-keppni er eiginlega rangnefni því orðið fá-sinnis-keppni nær merkingunni betur því að svo virðist að orkusölufyrirtækjunum sé eiginlega nákvæmlega sama um hvað keppinautarnir gera nema að því leyti sem snýr að því að sinna ekki samkeppni.

Keppinautar eru reyndar ekki gott orð til að lýsa sambandi orkusölufyrirtækjanna.   Keppinautar keppa.

Mér sýnist allt samkeppnispúður orkusölufyrirtækjanna fara í að vera með flottar heimasíður.  Glæsilegar umbúðir utan um nákvæmlega sama pródúktið. Rafmagn er jú alveg eins hvort það kemur frá Orkusölunni eða Orkubúi Vestfjarða.  Þessi einsleytni vörunnar var einmitt ástæðan fyrir því að Neytendasamtökin völdu að hlaupa á rafmagns-sölu-markaðinn en ekki einhvern annann, því þar koma inn flækjubreytur eins og afslættir, frí SMS, tveir fyrir ein, frítt í bíó og allskonar skrum sem miðar að því að rugla neytendann í rýminu.

 

En svo er það hitt sem er alveg einstaklega hugvekjandi.  Það ríkir samkeppni til stórnotenda eftir því sem ég best veit. Ef einhver á trésmiðju sem keyrð er áfram af orkufrekum tækjum. Blásurum, þrýstilofstpressum, loftræstingu, hitapressum, límvélum, sögum, borum, og þessháttar. . .

 

. . . Þá fær eigandinn allskonar tilboð frá orkusölunum!

 

Og þá vakna nokkrar spurningar..

Eru nokkur þúsund félagar í Neytendasamtökunum ekki stórkaupandi?

Er aðrar samkeppnsreglur sem lúta að fyrirtækjum eða einstaklingum?  -Er það leyfilegt?

 

 

Í næsta bloggi birti ég niðurstöður valinkunnra markaðsmanna vegna þessa sérkennilega máls.  Um verður að ræða fólk úr atvinnulífinu, háskólasamfélaginu, fréttamenn og stjórnmálamenn.  Ég gef viðmælendum mínum kost á nafnleysi kjósi þau það.  Ísland er því miður of lítið fyrir opinskáa gagnrýni á augljósa bresti.

 

2 comments On ERU ORKUSÖLUFYRIRTÆKIN KEPPINAUTAR ?

  • „Ég veit ekki hvaða svigrúm er til afsáttar. Það hlýtur að vera til staðar samt sem áður. Annars er um að ræða einhverskonar grín-samkeppni.“

    Nei, ef ekkert svigrúm er „raunverulega“ til staðar, þá er það vegna þess að það er líklega alvöru samkeppni. Ef svigrúm er til staðar, þá er samkeppnin ekki að virka. Hins vegar eru sterkar vísbendingar um að markaðurinn hagi sér ekki eins samkeppnismarkaðir geri skv. bókinni, í ljósi eignarhaldsins. Eins og áður segir, hver skyldi vera verðstefna svæðisbundins fyrirtækis í eigu ríkisins, sem er rekið af heimafólki fyrir heimafólk en ekki eigandann? Ekki að skila eiganda sínum eðlilega arðsemi af þeirri fjárfestingu sem hann hefur lagt fram.

  • Ok. Gott og vel. Það er grjóthörð samkeppni milli orkusalanna og ekkert svigrúm til verðlækkana (hjá öllum) . . .Hversvegna frá stórkaupendur þá afslátt og hvernig getur það verið ef þúsundir einstaklinga sem sameiginlega vilja versla við eitt fyrirtæki öðru fremur, séu ekki flokkaðir sem stórkaupendur.

Comments are closed.

Site Footer