Stóra þvottavélamálið

Stóra þvottavélamálið leystist í gær. Við hjónin hentum gömlu vélinni og keyptum okkur nýja. Frábæra vél frá Electrolux. Electrolux-vélar eru kallaðar „Volvó þvottavélanna“ enda sænskar að uppruna.

Eftir þessa rimmu í þvottavélamálinu veit ég allt um þvottavélar. Ég kynnti mér málið og náði niðurstöðu með hjálp frábærs sölumanns í Elgiganten (sama og Elkó). Forsendurnar okkar voru skýrar. Við vildum þvottavél sem gæti þvegið mikið og oft. Við þvoum sennilega 5 vélar á viku þannig að vélin er alltaf í gangi. Strákarnir skíta sig svo út að undrum sætir. Ný föt á hverjum degi plús allt hitt. Niðurstaðan var þvottavél sem tekur 7 kíló. Hún varð líka að vera traust og endast í amk 15 ár án þess að bila.

-Electrolux.

Því miður er smá tölvuskjár á vélinni en ég hef andstyggð á slíku. Fyrir utan það þá er virðist nýja þvottavélin vera traust og áreiðanleg.

Sölumaðurinn í búðinni gaf okkur góðan tíma og greindi okkur frá því hversvegna við ættum að kaupa þessa tilteknu vél. Það eru nefnilega „segulbremsur“ á henni. Svo eru hún stór og vönduð. Reyndar er hún framleidd á Ítalíu sem er smá mínus. Betra hefið verið að styðja sænskan iðnað beint með þvi að kaupa innlenda frameiðslu. Það er bara ein sort af þvottavélum sem er framleidd í Svíþjoð. Cylinda. Þær eru mjög dýrar og ábyggilega ferlega góðar.

Miele þvottavélarnar eru dýrastar og að mér skist bestar. Electrolux stelur öllum hugmyndunum frá Miele og „segulbremsurnar“ eru upprunalega komnar frá Miele. Í venjulegum vélum eru „kolabremsur“ sem þarf að skipta um eftir 5 ár (ef að þvottavélin er mikið notuð) og það kostar um 1500 skr að skipta um. Segulbremsurnar þarf aldrei að skipta um enda bila seglar ekkert svo glatt. Anyway. Sölumaðurinn seldi mér þetta á staðnum. Segulbremsur þakka þér fyrir. -Nú á ég svoleiðis.

Ég hef starfað við sölumennsku og fullyrði að þessi tiltekni sölumaður er gulls ígildi. Ég ætla að senda Elgígantanum línu og mæra þennan flinka sölumann. Góð viðbrögð frá kúnnum, þegar það á við, eru óskaplega mikilvæg fyrir sölumenn.

Vélin var nokkuð dýr 7000 skr og ég nenni ekki að reikna þetta yfir í krónur enda er það fáránlegt. Ekkert að marka neitt í sambandi við verð á Íslandi. Allt í lausu lofti.

Ef þessi maskína endist í 15 – 20 ár án þess að bila þá er ég sáttur.

6 comments On Stóra þvottavélamálið

 • mjög líklega framleidd í sömu verksmiðju og Ariston, enda er krosseignatengsl í raftækjabransanum vel þekkt fyrirbæri

 • -Nokkuð til í því. Þetta er sennilega allt sama súpan.

 • Til hamingju með nýju vélina.

  Leiðinlegt samt að þú skyldir ekki kaupa sovésku VYATKA automat þvottavélina. Þar eru sko engir seglar og tölvuskjáir, bara vatn, rafmagn, þvottaefni og smurolía. Þær eru líka búnar til úr niðurbræddu stáli úr T64 skriðdrekum. Vélar með sál og sögu.

  AH

 • Okkar Elekrolux entist í rúm 3 ár.

 • Árinni kennir illur ræðari …

  Dr. Synthwascher

 • Ef þetta er Ariston í dulargervi þá líst mér ekki á þessi kaup.

Comments are closed.

Site Footer