[rev_slider stjornmal]

 

SKRÓPAÐ Í BEINNI ÚTSENDINGU

Hún var svolítið sérkennileg tillagan hennar Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að sjónvarpa ætti öllu sem fer fram í nefndum og ráðum á vegum Reykjavíkurborgar.  Ástæðan mun vera að Mörtu  sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, blöskrar meint ógagnsæi borgarkerfisins.  Þetta er gott og blessað.  Ég held reyndar (en þetta er bara mín tilfinning) að gagnsæiskrafa Mörtu eigi sér rót í almennri andúð Sjálfstæðismanna á “bákninu” og útvörpun á fundum sé til þess gert að hneyksla borgarbúa með því að varpa ljósi á “báknið” og þær meinsemdir sem það nærir. Hérna er punkturinn sem mig langar að skilja eftirÞetta er reyndar stef inn í hægrinu þar sem “báknið” er vont og meira og minna öll spekin að baki hægri pólitík vinnur að niðurrifi þess og sundurhlutun.  Íslenska afbrigðið er svo að láta einhvern úr stuðningsklúbbi Sjálfstæðisflokksins fá hlutverkið sem rifið var af, sér til vegsemdarauka.  Þetta er almannarómur og óþarfi að tíunda frekar. Útvörpun eða sjónvörpun frá nefndum og ráðum Reykjavíkur er ekkert galin hugmynd.  Núverandi kerfi er hefðbundið form þar sem efni fundanna er ritað niður eftir ákveðnum reglum og svo kvitta fundarmenn undir að rétt sé farið með.  Vissulega má segja að þetta sé “gamaldags” en ég held að þetta kerfi

0 comments

HLÁTUR Í HÓFASKELLUM

Mér var hugsað til hins magnaða ljóðs Einars Benediktssonar um Hvarf séra Odds frá Miklabæ þegar ég las frétt um skoðun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á framboði Magnúsar Orra Schram.   Ljóð Einars er alveg makalaust flott og fyrsta erindi þess svo magnað að það kallar fram gæsahúð hjá hverjum þeim sem gefur sér tíma til að sökkva sér ofan í myndina sem Einar dregur upp af hesti og manni á harðaspretti yfir freðna jörð.  “Hleypir skeiði hörðu” er það orðað. Lesandinn heyrir járnin glymja við jörðu, og hestinn tæma lungun með háværu fnæsi. Maður heyrir meir að segja hvininn í faxinu og allt þetta á sömu sekúndunni undir ísköldu tungli.

0 comments

FÍLLINN Í STOFUNNI OG VONIN BJARTA

Á dögunum þá fékk ég senda bísna góða greiningu á eftirmálum hryðjuverkaárasanna í París.  Þetta var teiknuð útskýring. Eiginlega skrípó en náði betur en margar ritgerðir kjarna málsins.  Þessi útskýring nær alveg að negla það sem hefur alltaf truflað mig í þessu samhengi. Umræðan er alglerlega rofin í tvennt og skiptist á milli tveggja öfga.  Höfundur þessarar hugleiðingar er Alan Bao og hún birtist á Friendly Atheist (sem er frábær síða). Ég eyddi smávegis tíma í að þýða þetta og stílfæra.  Endilega kíkið á og segið mér ykkar skoðun.  Hérna er myndin á imgur.  Hérna er upphaflega færslan.

0 comments

SVAR FRÁ UMBOÐSMANNI ALÞINGIS

Á dögunum þá sendi ég inn erindi til umboðsmanns Alþingis.  Nú hefur svar borist og sá telur ekki ástæðu til að afhafast ekkert í málinu.  Þessar málalyktir eru þó ekkert sérstaklega svekkjandi því að í niðurlagi í bréfinu frá Umboðsmanni, kemur fram að Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi ekki farið eftir reglum sem varðar tímaramma og ætti að huga að því í framtíðinni.  Það er reyndar svolítið ósanngjarnt því að Úrskurðarnefndin sendi inn 6 fyrirspurnir til Innanríkisráðuneytisins en fékk aldrei svar.

0 comments

Leave a reply:

Your email address will not be published.

Site Footer