[rev_slider stjornmal]

 

SKRÓPAÐ Í BEINNI ÚTSENDINGU

Hún var svolítið sérkennileg tillagan hennar Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að sjónvarpa ætti öllu sem fer fram í nefndum og ráðum á vegum Reykjavíkurborgar.  Ástæðan mun vera að Mörtu  sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, blöskrar meint ógagnsæi borgarkerfisins.  Þetta er gott og blessað.  Ég held reyndar (en þetta er bara mín tilfinning) að gagnsæiskrafa Mörtu eigi sér rót í almennri andúð Sjálfstæðismanna á “bákninu” og útvörpun á fundum sé til þess gert að hneyksla borgarbúa með því að varpa ljósi á “báknið” og þær meinsemdir sem það nærir. Hérna er punkturinn sem mig langar að skilja eftirÞetta er reyndar stef inn í hægrinu þar sem “báknið” er vont og meira og minna öll spekin að baki hægri pólitík vinnur að niðurrifi þess og sundurhlutun.  Íslenska afbrigðið er svo að láta einhvern úr stuðningsklúbbi Sjálfstæðisflokksins fá hlutverkið sem rifið var af, sér til vegsemdarauka.  Þetta er almannarómur og óþarfi að tíunda frekar. Útvörpun eða sjónvörpun frá nefndum og ráðum Reykjavíkur er ekkert galin hugmynd.  Núverandi kerfi er hefðbundið form þar sem efni fundanna er ritað niður eftir ákveðnum reglum og svo kvitta fundarmenn undir að rétt sé farið með.  Vissulega má segja að þetta sé “gamaldags” en ég held að þetta kerfi

0 comments

SVEKKJANDI STAÐREYND

Það var myrkur úti þegar Jón Jónsson sá einhvern skríða á fjórum fótum undir ljósastaur og rótaði í grasi, velti við steinum, bograði og hnusaði.  Þegar Jón spurði manninn hverju þetta sætti, kom í ljós að maðurinn var að leita af lyklunum sínum.  Jón Jónsson bauð fram aðstoð sína og þeir leituðu nú tveir í grasinu fyrir neðan ljósastaurinn.  Leitin gekk illa og aldrei hringlaði í neinum lyklum.  Jón spurði þá hvort hann hefði örugglega týnt þeim þarna og svarið sem hann fékk var óvænt.  Hann hafði ekkert týnt þeim þarna heldur ofar í götunni. „Hversvegna í ósköpunum ertu þá að leita hér“ spurði Jón hissa.  „Það var engin lýsing þar sem ég týndi þeim og alveg niðamyrkur“. Svona upplifi ég Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra stundum.  Sá virðist vera alveg til í að finna nýjar og nýjar leiðir til að afla ríkinu skatttekna og minnka skattsvik.  Hann hefur talað um að taka úr umferð reiðufé og skattleggja húsaleigu til ferðamanna með því að komast yfir gögn frá Airbnb. Hvoru tveggja leiðir sem beint er að hópum í samfélaginu sem eru að reyna að halda sér á floti með: a) aukavinnu eða „svartri vinnu“ b) útleigu á íbúðinni sinni eða hluta af

0 comments

ÁBENDING TIL PROPPÉ

Núna munu stjórnarmyndunarviðræður vera í fullum gangi.  Það er allt gott og blessað. Mál eru sett á oddinn, þau eru rædd fram og aftur og málamiðlanir koma fram og þeim er síðan raðað upp í stjórnarsáttmála. Mál eins og búvörusamningurinn, möguleg aðild að ESB og framtíð kvótakerfisins verða ugglaust undir og vonandi næst eitthvað fram sem gæti þokað okkur eitthvað áfram. Ég vil þó minna á eitt óréttætismál sem gleymist oft. Stóru álfyrirtækin sem starfa á Íslandi borga enga skatta.  Það er alveg skelfilega óréttlátt því við fórnum fallegu landi undir virkjanagímöld, orkan er síðan seld á gjafverði og svo eins og til að bíta höfuðið af skömminni, borga álfyrirtækin enga skatta og beita fyrir sig ómerkilegum bókhaldsbrellum í því samhengi. Það væri heillaráð að taka þetta mál og setja í stokkinn þegar kemur að því að sauma saman stjórnarsáttmála. Allir eiga nefnilega að borga skatta.   -Allir.  

0 comments

VALKVÆTT JAFNRÆÐI ER VOND HUGMYND

Jafnrétti er gott og fagurt og um það gildir eins og margt það besta í heimi þessum, að maður tekur ekki eftir því þegar það virkar.  Allir heilvita ættu þó að taka eftir þegar það virkar ekki. Ekki ósvipað og með blessað rafmagnið.  Allir taka því sem sjálfsögðum hlut en þegar rafmagnið fer, verður uppi fótur og fit. Ágætis dæmi um þetta er launamunur kynjanna.  Hann er langt utan eðlilegra skekkjumarka og óþolandi að ekki sé hægt að laga þetta með einhverjum hætti. En dæmin eru auðvitað fleiri og við erum vonandi öll sammála að grettistaki hafi verið lyft í jafnréttisbaráttunni á undanförnum áratugum og alls ekki ástæða til að örvænta þegar kemur að voninni um að jafnrétti kynjanna náist einhvern tíman. Þessi barátta hefur verið háð á mörgum „vígstöðvum“ og sumt hefur heppnast meðan annað ekki. -Eins og gengur. Tungumálið okkar hefur stundum verið vettvangur áhugaverðrar jafnrættisumræðu og ekki af ástæðulausu því fordómar sem grafa um sig í tungumálinu, eru sennilega þeir sem erfiðast er að breyta. Ég man vandræðaganginn þegar Vigdís Finnbogadóttir varð forseti. Það ætlaði allt um koll að keyra því mörgum fannst titillinn vera óviðeigandi. Stungið var upp á nýyðinu „forsæta“ í þessu samhengi.  Aðrir bentu á

0 comments

Leave a reply:

Your email address will not be published.

Site Footer