STJÓRNLAGAÞINGS-ÞÖGN

Nú þegar búið er að kjósa stjórnlagaþing, ætla ég að þegja sem mest ég má.  Ég vil að þetta fólk fái frið til að hugsa án þess að ég sé að gagga eins og álka.

Ég er ekkert 100% ánægður með þetta þing.  En ég get alveg sagt að ég sé svona 80% ánægður með það.  Ég er svo bjartsýnn á mannkynið, að ég held að þegar gott fólk kemur saman með skýr markmið, þá er bara ein lausn til.

Besta lausnin.

Ég ætla að láta þau í friði og blogga bara um þjóðþrifamál eins og mannaráðningaósómann, og láta lesendur fylgjst með því þegar ég sæki um styrk úr einhverjum norrænum sjóði vegna þýðinga á blogginu mínu um Halldór Ásgrímsson.  Þar var nefnilega um að ræða norrænt samstarf eins og það gerist best.

Óneytanlega væri spélegt ef að Halldór veitti mér styrk til þess að benda á hverskonar ósómamaður hann sjálfur er

Svo ætla ég að komast að því hvað Guðrún Ögmundsdóttir var eiginlega að gera þegar hún vann í menntamálaráðuneytinu við að „stoða“ erlenda nemendur í framhaldsskólum landsins.  Ég vil vita við hvað er átt.  Er átt við íslenska nemendur af erlendu bergi, eða er átt við erlenda nemendur.  Þarna er stór munur á. Gæti einhver lesandi lýst þetta upp fyrir mér?

Þvínæst ætla ég að halda áfram að blogga um mótor-hitara, sem eru tiltölulega algengir hér í Gautaborg og alveg bráð sniðugir.  Spara bensín og fara vel með mótora.

Svo dettur mér örugglega eitthvað sniðugt í hug eftir því hvernig vindarnir blása.

Site Footer