STEFNUMARKANDI LAG

Ég hef alltaf verið veikur fyrir laginu „I feel love“ með Donnu Summer. Lagið var gefið út árið 1977 og náði á toppinn í Bretlandi. Ég hef ekki tölu á öllum þeim remixum sem hafa verið gerðar eftir laginu en ég er svo mikið retró að ég held að orgínalinn sé einna bestur. Sagan segir að þegar David Bowie heyrði þetta lag hafi hann sagt:


 

One day in Berlin … Eno came running in and said, ‘I have heard the sound of the future.’ … he puts on ‘I Feel Love’, by Donna Summer … He said, ‘This is it, look no further. This single is going to change the sound of club music for the next fifteen years.’ Which was more or less right

Mér finnst alltaf eitthvað ferlega kúl við þetta lag. Ekki síst sú staðreynd að lagið er óvenjulangt og óhefðbundið. -Flott dæmi. Hér er útgáfa sem kom út 1982.

1 comments On STEFNUMARKANDI LAG

  • Stórkostlegt lag. Prótó- house, tekknó og elektró. Bassalína sem hefur verið kóperuð oftar en tölu verður á komið. Ég myndi tékka á sólóplötum Giorgio Moroder (ef þú hefur ekki gert það nú þegar) sem pródúserar og semur lagið með Donnu. Þá sérstaklega plötunni From Here to Eternity frá 1977, en líka E=MC2 frá 78 eða 79.

Comments are closed.

Site Footer