STAÐUR OG REYND

Hafi einhver áhuga á staðreyndum málsins um nýju upplýsingalögin skal viðkomandi bent á eftirfarandi glósu á fésbókarsíðu Hrannars Björns Arnarssonar.  Hafi hinsvegar fólk meiri ánægu af upphrópunum, gífuryrðum, rifrildum, meinsæringum eða vænissjúkum öskrum út í loftið, er þeim hinum sömu bent á að hætt að lesa.

Hérna eru staðreyndir málsins.

Nokkur orð um frumvarp til nýrra upplýsingalaga

Nokkur umræða hefur skapast á fésbók vegna frumvarps forsætisráðherra til nýrra upplýsingalaga og er það vel. Því miður hefur umræðan um þetta ágæta mál leiðst á nokkrar villigötur vegna óánægju með þá breytingartillögu frumvarpsins að leynd geti ríkt í afmörkuðum undantekningartilfellum í 110 ár í stað 80 ára eins og nú er. Einkum á þetta við um persónubundnar upplýsingar um lifandi einstaklinga (t.d. heilsufarsupplýsingar)  og var í ljósi hækkandi aldurs þjóðarinnar talið mikilvægt að lengja tímarammann. Menn hafa sett þessa einu breytingartillögu í það samhengi að með því sé leyndarhyggju stjórnmálamanna rétt líst og gefið í skyn að nú eigi að skella öllum „óhreina þvotti“ Stjórnarráðsins undir leyndarhjúp næstu öldina eða svo. Ekkert er fjær sanni og með þessum útúrsnúningum er markmiði frumvarpsins og innihaldi í raun snúið á haus. Frumvarpið er samfeldur lofsöngur til opnari og gegnsærri stjórnsýslu og með samþykkt þess yrði stórt skref stigið í framfaraátt á því sviði.


En afhverju eru ekki öll opinber skjöl aðgengileg?

Öll lönd telja eðlilegt að hægt sé að halda tilteknum opinberum skjölum leynilegum í tiltekinn tíma. Persónubundnar upplýsingar sem varða mikilsverða hagsmuni viðkokmandi einstaklings eða fjölskyldu hans eru dæmi um slíkar upplýsingar, t.d. sjúkraskrár og aðrar heilsufarsupplýsingar. Upplýsingar er varðar öryggi ríkisins og þegna þess falla þarna undir, samskipti við erlend ríki sem krefjast trúnaðar og vinnuskjöl ýmiskonar sem nýtt eru við undirbúning málla (t.d. skjöl er varða málflutning af hálfu ríkisins á meðan á honum stendur osfrv.).Hægt er að taka fleiri dæmi, t.d. telur náttúrufræðistofnun mikilvægt  að leynd ríki um hreiðurstæði verndaðra fulga (fálkar, ernir osfrv) og ef við látum hugann reika nokkur ár aftur í tímann, munum við eftir hatrammri umræðu um hvort og hvernig mætti nýta opinberar heilsufarsupplýsingar í tengslum við gagnagrunn á heilbrigðissviði.

110 ár í stað 80
Ákvæðið sem mest hefur verið rætt um, heimild þjóðskjalavarðar til að að loka á skjöl í 110 ár í stað þeirra 80 sem eru í núgildandi lögum tekur einkum til einstaklingsbundinna mála og eina ástæðan fyrir breytingu ákvæðisins (úr 80 árum í 110) er sú staðreynd að fólk lifir lengur og því var talin þörf á lengri ramma. Auk þess er tekið inn ákvæði um almannahagsmuni í samræmi við dönsk lög og að tillögur nefndar Páls Hreinssonar, sem hefur fjallað um lagaramma þjóðskjalasafnsins. HVORUGT þessarar álitaefna er tilkomið vegna meintrar leyndarhyggju stjórnmálamanna eða til að koma einhverjum tilteknum málum í skjól, eins og Sigurður Kári og pólitískir málaliðar ýmsir reyna að halda fram – enda hefur forsætisráðherra þegar sagt að standi þetta ákvæði í mönnum þá sé það henni að meinalausu að láta það standa óbreytt.


Stór skref í átt til opnari og gegnsærri stjórnsýslu

Í frumvarpinu er að öðru leiti stigin mörg þýðingarmikil skref til að víkka og auðvelda aðgengi almennings og fjölmiðla að opinberum upplýsingum. Grundvallar reglan sem sett er með lögunum er að öll gögn séu opin almenningi nema um annað sé mælt fyrir í lögunum og að stjórnvöldum er uppálagt að túlka þau vítt (ólíkt því sem gert var títíð sjálfstæðismanna en er gert nú). Fyrirtæki í eigu ríkisins eru  sett undir lögin (ólíkt því sem nú er) og því munu Landsvirkjun, Matís og fleiri slíkir aðilar verða upplýsingaskyld. Þá er sett í lögin skylda á stjórnvald sem ætlar að synja, að rökstyðja þá hagsmuni sem verja skal með leynd og allar slíkar ákvarðanir eru kæranlegar til úrskurðarnefndar og í framhaldi til dómstóla. Allt tal um geðþóttavald tiltekina einstaklinga eða embættismanna stenst því enga skoðun. Það er meiriháttar mál að neita um aðgang að skjali, samhvæmt frumvarpinu. Þá er í frumvarpinu stigið mikilvægt skref í að gera rafræna upplýsingagjöf stjórnvalda að alvöru kosti. Forsætisráðherra er falið að setja reglur um þau efni sem gætu á stuttum tíma orðið til þess að málaskrár ráðuneyta og stofnanna sem undir lögin heyra myndu varða aðgengilegar almenningi á netinu. Það yrði nú ekkert smá skref í átt til opinnar stjórnsýslu – eða hvað ? Einnig má nefna að skýrt er hveðið á um það í frumvarpinu að skylt sé að upplýsa um launakjör opinberra starfsmanna.

Sanngjörn umfjöllun um frumvarpið hlýtur því að leiða til þess að menn fagni framkomu þess og viðurkenni að verði frumvarpið að lögum yrði stigið stórt skref í framfaraátt í anda opinnar og gegnsærrar stjórnsýslu. Sá var enda tilgangurinn með endurskoðun laganna og það er yfirlýst markmið ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Eftir því markmiði er og hefur verið unnið frá fyrsta degi enda hefur upplýsingagjöf stjórnvalda stóraukist í valdatíð ríkisstjórnarinnar – skjöl sem leynd ríkti yfir og sjálfstæðismenn neitðuðu að afhenda, t.d. um einkavæðinguna, hafa verið gerð opinber og almenna reglan er alltaf sú að upplýsa um það sem spurt er um. Þannig á það enda að vera.

Site Footer