Stal bara sleikipinna

Fyrir nokkrum árum komst danskur þingmaður í fréttirnar fyrir það að stela sleikibrjóstsigg. Hann undraðist mjög þá fjölmiða athygli sem málið vakti og hélt í sífellu fram vörn í málinu sem var einhvernvegin svona:

Hey! Þetta var bara brjóstsykur!

Sama er uppi á teningnum hjá Framsóknarmönnum í dag. Þeir neita að yfirgefa í eitthvað herbergi Alþingishúsinu en undrast um leið að málið vekji athylgi!

-Hey þetta er bara herbergið „okkar!“

Bæði þessi dæmi sýna vel ankannalega siðferðisvitund. Í tilfelli þess danska er það ekki hluturinn sem hann stal sem skiptir máli heldur þjófnaðurinn sem slíkur. Í tilfelli Framsóknarflokksins er það ekki sú staðreynd að flokkurinn hefur haft afnot af þessu bansettu herbergi í áratugi, heldur það að flokkurinn þykist „eiga“ það til frambúðar. Sérkennileg sýn á þing- og lýðræðinu satt best að segja.

En ankannalegra við þennan farsa er að kunningi minn, Guðmundur Steingrímsson reynir að halda uppi vörnum í þessari vitleysu og bendir „góða“ greiningu Einars Skúlasonar um málið. Þrátt fyrir yfirklór Einars um þetta mál stendur alltaf eftir sú staðreynd að Framsókarmenn vilja ekki fara út herberginu „sínu“. Herberginu sem þeir þykjast eiga.

Nú er stundum gaman að fabúlera um hvað hefið orðið ef þetta og hitt hefið ekki skeð. Hvernig hefði atburðarrásin orðið ef Davíð Oddson hefið ekki mætt í Kastjósið hjá Sigmari? Hvernig hefði mál þróast ef Bjarni Harðarsson hefið kunnað á tölvupóst? Og hvernig hefði Guðmundur Steingrímsson, pistlahöfundur brugðist við ef hann hefið ekki gengið í Framsóknarflokkinn fyrir þessar kosningar. Ég þykist fullviss um að hann hefið ritað mergjaða pistla um þetta bjánalega mál og togað og teygt Framsóknarflokkinn sundur og saman með nöpru háði eins og honum er einum lagið.

En tímans rás verður ekki hnikað. Nú er Guðmundur Steingrímsson að verja þetta bull.

Góð list er ekki spurning um góðar græjur. Bók verður t.d ekkert betri þótt hún sé skrifuð á dýran pappír. Ljóð þarf ekki gyllingar við. Stjórnlist er ekki háð fínum stólum, dýrum tölvum og grænni málningu á söguþrungnum veggjum. Guðmundur Steingrímsson ætti að fatta þetta og taka þessum breytingum fagnandi. Segja sem svo:

-Fokk it! Við förum bara í þetta helvísis herbergi í Moggahöllinni. Spýtum í lófana og tökum slaginn!

Að lokum læt ég ljóð Jónasar Hallgrímssonar fylgja með. Þingmönnum Framsóknarflokks er sérstaklega bent á fyrsta og síðasta erindið í þessari mögnuðu hugvekju Jónasar.

ÍSLAND Ísland, farsældafrón og hagsælda, hrímhvíta móðir! Hvar er þín fornaldarfrægð, frelsið og manndáðin bezt? Allt er í heiminum hverfult, og stund þíns fegursta frama lýsir sem leiftur um nótt langt fram á horfinni öld. Landið var fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar, himinninn heiður og blár, hafið var skínandi bjart. Þá komu feðurnir frægu og frjálsræðishetjurnar góðu austan um hyldýpishaf, hingað í sælunnar reit. Reistu sér byggðir og bú í blómguðu dalanna skauti, ukust að íþrótt og frægð, undu svo glaðir við sitt. Hátt á eldhrauni upp, þar sem ennþá Öxará rennur ofan í Almannagjá, alþingið feðranna stóð. Þar stóð hann Þorgeir á þingi, er við trúnni var tekið af lýði. Þar komu Gissur og Geir, Gunnar og Héðinn og Njáll. Þá riðu hetjur um héruð, og skrautbúin skip fyrir landi flutu með fríðasta lið, færandi varninginn heim. Það er svo bágt að standa í stað, og mönnunum munar annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið. Hvað er þá orðið okkar starf í sex hundruð sumur? Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg? Landið er fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar, himinninn heiður og blár, hafið er skínandi bjart. En á eldhrauni upp, þar sem ennþá Öxará rennur ofan í Almannagjá, alþing er horfið á braut. Nú er hún Snorrabúð stekkur, og lyngið á Lögbergi helga blánar af berjum hvert ár, börnum og hröfnum að leik. Ó, þér unglinga fjöld og Íslands fullorðnu synir! Svona er feðranna frægð fallin í gleymsku og dá!

1 comments On Stal bara sleikipinna

Comments are closed.

Site Footer