Ástæða fjármálakreppunnar.

Nú er ég enginn sérfræðingur í hagfræði en ég fylgist þó vel með og varpa hér með fram skýringu á bráðnun hagkerfa heimsins sem nú um stundir hrjá heimsbyggðina. Hún er þessi.

Eftir 10 ára uppsveiflu varð til óskaplegur gróði. Gróði sem bankar, fyrirtæki og einstaklingar vildu ávaxta á öruggan hátt. Þá varð skyndilega til eftirspurn eftir húsnæðis-skuldabréfum því þau teljast jú til einnar öruggustu ávaxaleiða sem til eru. Fólk borgar húsnæðislánið sitt frekar en að éta.
Það var bara einn hængur á. Flestir voru þegar komnir með húsnæði og voru greiddu af skuldabréfinu sínu. Þá var gripið til þess ráðs að fara að bjóða fólki með lágar tekjur þessi lán. Skuldabréf voru gefin út til þeirra sem höfðu í rauninni ekki efni á þeim. Húsnæðisverð hækkaði gífurlega vegna þessa aukna framboðs á lánum.
Trikkið hjá bönkunum var að hafa afborganir lágar fyrsta árið og eftir það komu afborganir á fullum krafti. þá gátu sumir ekki staðið í skilum og þá hrundi spilaborgin. Húsnæðisverð lækkaði, skuldir urði hærri en verðmæti húsnæðisins og fólk „skilaði“ bara eignunum sínum til bankans.
Því miður þá tóku margir sem voru í ágætismálum líka þessi ódýru lán og keyptu sér hjólhýsi og annað prjál. Nú eru skuldirnar orðnar hærri en verðmæti eignanna sem tekið var lán fyrir.

-Þessvegna er allt í klessu.

Nú er alltaf verið að skamma ríkisstjórnina fyrir aðgerðarleysi en ég spyr. Hvaða aðgerða á að grípa til? Verður tíminn ekki bara að vinda ofan af þessari stöðu? Ég held að lítið sé hægt að gera nema að fólk þarf að borga lánin sín. Varla gerir ríkið það fyrir fólk. Ef ríkið ætti að gera eitthvað fyrir þegnana þá ætti það að lækka skatta, á einn eða annan hátt. Hví er t.d ekki lækkaðar álögur á eldsneyti? það kemur öllum vel. Lækka virðisaukaskatt á mat enfrekar. Hvað með lækkun á vörum sem barnafjölskyldur kaupa? Barnaföt osfr.
Það eru sannarlega sóknafæri í dag að skera spikið af kerfinu og færa peninga þangað sem þeirra er þörf. Vita þingmenn t.d hvað það kostar að hafa krakka á leikskóla? Við hjónin borguðum 50.000 á mánuði fyrir strákinn okkar á Íslandi. Hérna í fyrir myndarríkinu eru leikskólagjöld jafn há barnabæturnar. Það munar svo sannarlega um það. Kerfið er líka þannig að ef að sveitarfélagið getur ekki skaffað börnum leikskólapláss, þá verður það að greiða sektir til foreldranna uns málinu er reddað.

Mikið hefur verið rifist um krónuna en staðreyndin er sú að svoleiðs skætingur er framtíðarmúsik. Vandamálið sem NÚNA er í deiglunni verður ekki leyst með upptöku evru. Fyrst þarf að laga stöðuna eins og hún er og SVO væri sennilega vænlegt að taka upp evru. Ráðamenn ættu að hafa það í huga.
Þetta er ekkert sérstaklega pólitískt vandamál sem upp er komið vegna bráðnunar hagkerfisins heldur praktíst vandamál. Það þarf að taka höndum saman og laga þetta.

Stærðfræðikennari minn úr Ármúlaskóla ræddi stundum við okkur um verðbólgu. Hann greindi verðbólgu árin á seinni hluta 20. aldar á afar skýran hátt. „Þeir kunnu ekki algebru“.

-Nokkuð til í því.

Site Footer