SPURNING Á LANDSPRÓFI

Hvað tekur það langan tíma fyrir Davið Oddson að sturta niður 30.000 miljónum í klósettið á fjórðu hæð Seðlabankans?

Davíð má bara sturta niður einum seðli í einu og verður að bíða uns amk 3 lítrar af vatni hafa safnast fyrir í klósettkassanum. (kassinn tekur 5 lítra) Það tekur nákvæmlega 30 sekundur fyrir einn lítra að safnast fyrir í kassanum. Um er að ræða 5000 króna seðla, ónotaða og í búnti sem telur milljón krónur.


a) Hvað tekur það Davið Oddson mörg ár að sturta öllum 30.000 miljónunum niður í klósetti?

b) Hvað tekur það Davíð Oddson mörg ár að sturta niður öllum 30.000 miljónunum ef hann sturtar bara á vinnutíma (frá 9 – 5 auk matarhlés milli 12 og 13)

c) Hvað ef Davíð Oddson fer í sumarfrí ( 6 vikur) og vinnur 9 – 5 auk matarhlés frá 12-13)

vinsamlega sýnið útreikninga á gula fylgiblaðinu

31 comments On SPURNING Á LANDSPRÓFI

 • Enn í eineltinu Teitur?

 • Einelti? Hvernig getur spurning sem birtist á Landspófi 1971 flokkast sem einelti?

 • 6 milljón seðlar, 40 seðlar á klst. 150.000 klst.

  a) Það tekur 17 ár og 41 dag, (ef við miðum við tventíforsevenþrísixfæv og að fjögur af þessum sautján árum séu hlaupár)
  b) Reiknum með 52 vikum * 5 vinnudagar og 7 klst vinnud.: 82 ár, 21 viku, 3 daga og 4 klst.
  c) 46 vinnuvikur í árinu: 93 ár, 7 vikur, 3 dagar og 4 klst.

  Þorbjörn

 • Einelti hvað? Maður sem hefur stundað það sjálfur og er bully eins og DO þarf að getað tekið því að það sé skotið á hann fyrir jafn hrikaleg glappaskot og hann hefur gerst sekur um.

 • Mitt svar við spurningunni er að Davíð Oddsson sturtar eins mörgum seðlum og hann getur í sitt klósett. Þegar það er orðið stíflað fer hann hringinn í Seðlabankanum og sturtar eins mörgum seðlum og hann getur þar til öll klósett Seðlabankans eru orðin stífluð. Þetta tekur ekki langan tíma. Hins vegar gæti tekið nokkra daga að útbúa skutlur úr restinni og dást að þeim fljúga út um gluggann – út í buskann. Flottar skutlur samt!
  Hulda

 • Spurningin er ófullkomin þar sem ekki kemur fram upphæð seðilsins sem hann er að sturta niður.

  Fellur því dauð og ómerk.
  Vona að þú semjir ekki mörg stærðfræðipróf.

 • Takk fyrir ábendinguna. Mér láðist að taka fram að um er að ræða 5000 krónu seðil. Frumrit prófsins er gamalt og á slitu blaði, þannig að þetta bara fór framhjá mér.

  Ég laga í hvelli.

 • Hey! af hverju takmarkar þú upphæðina við skitna 30 milljarða? Hann náði nú bara á einum degi að sturta niður 75 milljörðum í yfirtöku Glitnis í fyrra.
  Bankinn hans varð svo gjaldþrota með 350.000 milljónir nokkrum dögum seinna. Óreiðumaður?

 • Takk fyrir lagfæringuna.
  kv. stærðfræðinördinn

 • Þetta er svona og að halda því fram að flestir Íslendingar sem flytji til Gautaborgar eða Kaupmannahafnar geri það af því þeir eru latir og meika ekki að búa á Íslandi. Þetta var viðhorf sem ég heyrði oft þegar ég var yngri. Þú býrð í Gautaborg. Hvað finnst þér. Spurning á næstu samræmdu prófum. Samfylkingunni hefur tekist vel til að sturta peningum í klósettið undanfarið en samt eru þeir ekki allir Oddsynir og dætur. Þið verðið að fá lækningu við þessari áráttu.

 • Hvernig væri að þú kæmir með spurningu um það hvað það tæki Steingrím og Jóhönnu langan tíma að sturta niður 1.500 mia.kr. sem stóri skuldarinn, Jón Ásgeir, mun fá eftirgefið frá þeim?

  Svo maður tali nú ekki um alla hina mia.kr. sem allir hinir útrásardólgarnir fá eftirgefið?

  Komdu með spurningu um það, hversu langan tíma það tekur þjóðarbúið að borga fyrir þetta bull í formi hækkaðra skatta.

  Svo væri ein mjög góð "Landsprófsspurning" sem þú gætir komið með og hljóðar; "hversu langan tíma það tekur fólk og fyrirtæki langan tíma að verða gjaldþrota á Íslandi vegna aðgerðarleysis núverandi stjórnvalda".

  Ps. Reyndu svo að fá lækningu við Davíðs-heilkenninu og þeirri þráhyggju að hata Sjálfstæðisflokkinn.

  Staðreyndin er að mun fleiri Íslendingar hata Samfylkinguna fyrir falskheit og tækifærismennsku, heldur en Sjálfstæðisflokkinn.

  Ég skil ekki þesssa áráttu hjá þér að vera ergjast út í það að Ísland er ekki eins og þér finnist að það eigi vera þegar þú býrð í vernduðu umhverfi í Svíþjóð þar sem fólk er matað með teskeið og eru brjóstummilkingar samfélagsins.

  Þetta er barátta við vindmyllur hjá þér.
  Þú ert engu betri en Donquie Quote.

 • Hættu bara að lesa bloggið mitt.

 • Álit mitt á DO hefur stórlega aukist í ljósi þessara uppljóstrana og skil ég nú að menn vilji hafa slíka hamhleypu í vinnu. Útreikningar Þorbjörns sýna að það tæki 93 ár fyrir litla 30 milljarða eða u.þ.b 1000 ár fyrir upphæðina sem DO sturtaði niður á fjórum árum sem seðlabankastjóri.
  Semsagt 1000 ára vinna afgreidd á fjórum árum. Dabbi er bestur!

 • Áfram Teitur,
  fjarska gott innlegg hjá þér, sem greinilega hittir á kauninn hjá blindum Davíðsdýrkendum sem eru sannleikanum sárreiðastir.

 • Var svo ekki spurningin á Landsprófinu árið eftir :
  Hvað tekur það verkamann á meðallaunum langan tíma að vinna upp 30.000 milljónir króna sem sturtað var niður í seinasta prófi?

 • Alltaf fróðlegt að sjá marga safnast saman á einn stað og taka þátt í vinstrimanna-orgíu.

 • Hvurslags sóun á vatni er þetta? Þyrfti ekki að reikna vantskostnaðinn og bæta honum inn í dæmið?

 • Nafnalaus 11:43 sagði:

  Alltaf fróðlegt að sjá marga safnast saman á einn stað og taka þátt í vinstrimanna-orgíu.

  – – – –

  Því er til að svara að fúsk Davíðs Oddsonar er ekki neitt hægri vs. vinstri mál. það er bara staðreynd og um þessa staðreynd gilda sömu lögmál og um staðreyndir almennt.

  Það skiptir engu fjandans máli í hvaða flokki einhver bankaræningi er. Viðkomandi er bankaræningu. það skiptir engu máli í hvaða flokki Davíð Oddson er. Hann er fúskari og hefur valdið þjóð sinni óskaplegu tjóni.

  Og Það er ekki hægri eða vinstri að benda á þetta tjón.

 • Það hlýtur nú að skipta máli í hvaða flokki bankaræningjarnir okkar eru fyrst þeir eru sumir komnir á hryðjuvarkalista. Styrkir sá sem sprengir Hamas eða Al Quida, eða samfylkinguna eða sjálfstæðisflokkinn, spyrja bretarnir. Bíddu nú við, er þetta ekki eitthvað svona. Jón Ásgeir (samfylkingin) Bjöggi Thor (XD) Pálmi Haralds, (samfylking) Hannes Smára (samfylking). 3-1 fyrir samfylkingunni. Eitthvað sjá litlu ræningjarnir okkar sér hag í að styrkja þann flokk enda ruku bónusfeðgar í fússi úr gömlu valdaklíkunni. Hér er ég ekki að vísa í pólitíska styrki heldur hneigðir.

 • Heyr, heyr, Teitur,
  við látum þessa flokkadrætti Davíðsyfirfúskradýrkenda ekki bjóða okkur!

 • Nei nei nei. Ekkert skotgrafarugl núna.

  Davíð Oddson var einfaldlega embættismaður sem klúðraði stofnuninni sem honum var treyst fyrir á svo eftirminnilegan hátt að hans mun verða getið í öllum hagfræðibókum framtíðarinnar.

  Ekkert flókið. Ekkert plott. Bara vitlaus, hrokafullur og óhæfur embættismaður hvers fúsk mun kosta hvern íslending í kringum 1 eða 2 miljónir.

  -Punktur.

 • Þetta meinta gjaldþrot Seðlabankans er mantra sem Samfylkingin bjó til.
  Allir sem styðja Samfylkinguna hafa verið prógrammaðir með þessar möntru og kyrja hana í kór eins og öfgatrúarhópur.

  Þeir sem skilja ekki að Seðlabankinn var með þessu að rækja skyldu sína sem banki bankanna, eru einfaldlega ekki í lagi.

  Í raun fellur ekkert á þjóðarbúið af þessum lánum, því Seðlabankinn á kröfur á hendur þrotabú bankanna og mun fá þeir greiddar.

 • Þetta eru stórkostlegar fréttir. Hví lætur segir þú engum frá þessu? Þú gætir t.d stutt þessar fullyringar þinar rökum og farið með búnkann í alla fjölmiðla landsins.

  það yrðu straumhvörf til hins betra ef að rétt reyndist.

 • Já það var ábyggilega líka Davíð sem tæmdi fæðingarorlofssjóðinn og nú er kallinn á góðri leið með að tæma atvinnuleysistryggingasjóð líka. Þvílíkur hrotti. Vonandi setur samfylkingin nú ný lög sem banna seðlabanka að aðstoða innlenda banka í greiðsluerfiðleikum. Þá myndi fylkingin brjóta blað í sögunni því slík þekkjast ekki í öðrum vestrænum löndum. Æii, hvaða vitleysa er þetta í mér. Þeir ætla að troða Íslandi inní ESB og það myndi brjóta gegn evrópskri löggjöf. Nei við neyðumst bara til að hafa þetta svona áfram og segja helvítið hann Hans sturtaði peningum í klósettið þegar hann aðstoðaði sparisjóðina. Já, við verðum að segja það. Annars færi fólk að halda að það væri verið að leggja Davíð í einelti en samfylkingin veit að það er bölvuð lygi.

 • Þú ert sorglegur Teitur. Ég vorkenni þér.

  Örn Johnson ´67.

 • Do fær kolkrabbavini sína í ÍAV til að leggja net ofurskopröra til Valhallar og til nokkurra útvalinna flokksgæðinga. Fjármagnsflutningurinn tekur þá bara nokkrar sekúndur.
  Do er enginn bjáni.

 • Er ekki gert ráð fyrir drykkjapásu í dessu dæmi ?

 • Hahahaha skemmtileg pæling.

 • Þessi lesdæmi á Hlandsprófi Davíðs Oddssonar eru hrollvekjandi – maður sér fyrir sér Haarde, ISG og Björgvin G. rogast með fimmþúsundkallabúntin til Davíðs og horfa síðan á hann athafna sig á klóinu.

 • Pæla í því samt að það tæki einn mann 100 ár að standa við klósettið allann daginn í vinnunni og sturta niður 5.000 kr. seðlum (einum í einu).

  Og gjaldþrot Seðlabankans var upp á 300 milljarða en ekki 30.

  Davíð hefði sem sagt geta unnið í 1.000 ár í Seðlabankanum og ekki gert neitt annað en að sturta niður 5.000 köllum og skaðinn hefði ekki verið meiri en raunin varð.

  Magnað!

 • Hvað ertu að segja? erum við að tala um 300 þúsund miljónir. Ekki 30 þúsund miljónir?

  Þetta kallar á nýtt blogg og einlæga afsökuarbeiðni.

Comments are closed.

Site Footer