SPUNINN UM ÓRÉTTLÆTIÐ

Það færist um mig sæluhrollur þegar ég heyri og Sjálfstæðismenn og vini Ingibjargar í Samfylkingunni væla um óréttinn sem tengist Landsdómi..

Það sem er svo athyglisvert er að sú staðreynd að Geir Hilmar Haarde hafi verið settur fyrir framan dómara, er mörgum algerlega ofviða.  Eva Jolie benti á það einhverju sinni að almenningi þyki vont að sjá fólk í fínum fötum dregið fyrir dómara.  Þetta er óþægilegt fyrir almenning.  Ég held að hluti skýringarinnar sé þarna.

Mér þykir hvað mest um í vörninni gegn Landsdóms-óréttinum,  að stefnan virðist hafa verið tekin á að sýna Landsdóm sem hin algera órétt.  Hið fullkomna valdarán skynseminnar blandað með hatri og óheilindum.

Nú set ég broskall   🙂

Það sem gerðist var ofur-eðlilegur hlutur.

1) Efnahagskerfi Íslands hrynur vegna spillingar og fávisku
2) Alþingi skipar nefnd til þess að skera úr um það hvort lög hafi verið brotin
3) Nefndin skilar áliti og segir að
a) 4 ráðherrar skuli vera sóttir til saka.
b) 3 ráðherrar skuli vera sóttir til saka
c) Enginn verði sóttur til saka
4) Kosið er um málið í þinginu og niðurstaðan varð sú að Geir Haarde
fyrrverandi forsætisráðherra er kærður fyrir afglöp og aðgerðarleysi.
m.ö.o:  Stefnt fyrir Landsdóm

Þetta er ekkert óeðlilegt eða annarlegt eða byggt á hatri eða þetta og hitt.  Þessi leið er eðlileg og til fyrirmyndar.  Svíar t.d sýna þessar ákvörðun Alþingis mikin áhuga og ég hef verið spurður út í þetta.  Þetta vekur virðingu annara þjóða og virkar sem leiðarsteinn fyrir þær að gera upp sín mál.

Ekki trúa vælukórnum um óréttlætið, mannréttindabrotin, mannhatrið og einræðisástina.  Ekki trúa vinum Ingibjargar eða Sjálfstæðisflokknum.  Þau hafa annarleg viðmið og eiga að koma með trúverðug rök gegn Landsdómi, en ekki vælu-spuna runnum undan rifjum fína klúbbsins.

Site Footer