SPUNI FÍNA KLÚBBSINS

Það er svo yndislegt þegar hægri og vinstri sameinast.  Það beinlínist hríslast um mann gæsahúðin og minningar frá árinu 1914 hellast yfir þegar breskir og  þýskir hermenn köstuðu frá sér vopnunum á jóladag og fengu sér kaffisopa saman. Sungu og gáfu hvorir öðrum gjafir.  Hinn fullkomni samhljómur skynseminnar inna í miðju brjálæðinu.

Það gladdi mitt kalda hjarta að sjá að meirihluti Samfylkingarinnar vildi ekki skipa 4 ráðherrum vanhæfu ríkisstjórnarinnar fyrir Landsdóm.  Margir voru með kökk í hálsinum og töldu það „af og frá“ að ráðherra skuli fara eftir lögum um ráðherraábyrgð.

Sjálfstæðismenn voru á einu máli að lögin um ráðherraárbyrgð gyltu ekki í í þessu tiltekna tilfelli þegar efnahagur Íslands hrundi.  Í raun má segja að það sé einskonar þing-sátt um að þing eða ráðherrar skuli ekki bera neina ábyrgð.

-Aldrei undir nokkrum kringumstæðum.

Undir þetta tekur meir að segja Guðrún Helgadóttir fyrrverandi forseti Alþingis.  Hún  fer þar mikinn eins og venjulega og segist „sár yfir því að þingið skuli standa fyrir svona vitleysu.“  Ólafur G. Einarsson tók í sama streng en hann var líka forseti Alþingis einhverntíman.

Sem sagt:  Mikil og undirliggjandi sátt meðal þingmanna Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks um að þingmenn og ráðherrar skuli aldrei bera ábyrgð á neinu.  Ég bara klökknaði við að heyra Guðrúnu Helgadóttir taka undir vælukórinn frá Sjálfstæðisflokknum. það skeikaði ekki áttund í þessum samkór.  Helmingur Samfylkingar, helmingur Framsóknarflokks og allur Sjálfstæðisflokkurinn er alfarið á mótið því að ráðherrar skuli standa reikningskil fyrir gerðir sínar.

-Þeir eiga að vera stikkfrí.

Eins furðulega og það fór, þá var Geir Haarde stefnt fyrir Landsdóm og  vakti mikla gremju Sjálfstæðisflokksins.  Mikð var æjað og  stunið.  Pétur Blöndal sé í pontu og augljóst var að eitthvað baktjaldaplott hafið verið svikið. Einhver hafði kosið já þegar hann átti að kjósa nei.

Rökin fyrir því aðfáránlegt sé að fá ráðherra fyrir landsdóm voru þau að Þetta væri rammpólitískt, þetta væru „pólitískar ofsóknir, að það væri „búið að blása upp skelfilegt hatur“ (Guðrún Helgadóttir úr VG) ,þetta væri „stjórnarskrárbrot“ (þótt að lögin um landsdóm væru í stjórnarskránni), þetta væri „mannréttindabrot„, og „ögin væru úrelt“.

Það var beinlínis allt tekið til.  Öll þessi rök eru byggð á sandi og er auðsvarað.

Næsta taktíkin er að segja að „illur hugur stjórni för“ hjá þeim sem vilja fá Landsdóm.  Um þetta er að mér skilst samstaða.  Við erum svo illhuga að vilja fólk fyrir Landsdóm.  Pétur Blöndal sagði að næg refsing væri að fá um sig útreið eins og í rannsóknarskýrslunni.  -Sérkennilegur lagaskilningur hjá Pétri.

Fyndnustu rökin gegn Landsdómi voru þau að ráðherrar „hafi ekki viljandi valdið tjóni“.  Nú veit ég að allir þeir lögfræðingar sem sitja á Alþingi vita að það þarf ekkert endilega illann vilja til að brjóta lögin. Gáleysi er t.d ekki ill-viljað, þótt það sé stundum skaðlegt og lögbrot.

Í raun er þetta bara fyndið.  En það sem þetta afhjúpar er ekkert svo fyndið.  Meirihluti þingmanna sem situr núna á Alþingi vill ekki taka neina ábyrgð á neinu.  Vill bara völd en enga ábyrgð.  Svo er „kerfið“ varið út í hið óendanlega.  En hvað er verið að verja?

Jú þaulsetukerfið …og …ofur-eftirlaunakerfið  …. og… samtryggingarkerfið . …og….. svo síðasta kerfið sem er afar skaðlegt. fjölskyldu-iðnar kerfið. Margir þingmenn eru synir eða dætur annara þingmanna. Þingmennska er orðin iðn á Íslandi.  Iðn sem gengur í ættir.

Þetta kerfi er líka verið að verja.  Litli klúbburinn eins og Eiríkur Jónsson sagði, er að verja sig.

 

-Þessvegna og bara þessvegna er hann á móti Landsdómi.

Site Footer