SPKEF OG ICESAVE – MERKILEGUR SAMANBURÐUR

Ef að nei-urum er alvara með prinsippið að „ekki borga skuldir óreiðumanna“,þá þurfa þau að útskýra eftirfarandi senaríó fyrir mér.

Þegar Spkef er tekin yfrir af ríkinu var bankinn farinn á hausinn.  Allir peningar tapaðir líka peningarnir sem voru inn á bankabókum viðskiptavinanna.  Nú má alveg kalla þá sem ráku SPkef „óreiðumenn“ eða eitthvað.  Fjármagns-ævintýrin þeirra fóru út um þúfur.

Ef að nei-arar eru samkvæmir sjálfum sér, ætti ríkið bara að að láta Spkef sigla sinn sjó og „þeim-var-nær-þessum-vitleysingum-sem-lögðu-inn-fé-í-þennna-banka“ rökin að gilda.

Ekki heyrðist boffs frá neinum þegar þetta gerðist.

Nákvæmlega sama staða er uppi í Icesave-máliniu.  Einkafyrirtæki fer á hausinn og innistæðueigendur tapa öllu.  Ríkið (UK og NL) stekkur inn í og borgar út hið tapaða fé

Það eina sem UK og NL vilja er LÁGMARKSTRYGGINGIN sem var samið um í samningnum um EES og var grundvöllurinn fyrir útrás bankanna !

Íslensku bankarnir fengu leyfi til að athafna sig í Evrópu vegna EES samningnum., en neita svo að standa við skulbindingar sem fylgja EES samningnum!!

það væri alger svívirða að segja nei í þessari stöðu.

Prufið þið að bera saman Icesave og björgun Spkef.  Þetta eru samskonar mál að stórum hluta en enginn sagði múkk við björgun Spkef en allt er á afturfótunum vegna Icesave.  Og hugsið ykkur að til væri í lögum ákvæði um að íslenska ríkið ábyrgðist 20.000 evrur á öllum reikningum Spkef, en NEITAÐI að borga og vísaði í einhvern lagalegan tittlingaskít!!

Benti á einhvern tóman tryggingainnistæðusjóð sem það slugsaði að viðhalda !!!

-Innistæðueigendur á Suðurnesjum mundu þá fyrst fara á límingunum.

Site Footer