SPIDERMAN SNÝR AFTUR

Árið 2006 keypti myndasögu og leikfanga miðlarinn John Cimino leikfangasafn af seljanda sem lenti í þeirri ógæfu að hitakerfi í húsinu hans bilaði og þarfnaðist peninga fyrir nýjum vatns-hitara.  Leikfangasafnið samanstóð af allskonar munum og sérkennilegheitum sem fyrri kynslóðir ýmist höfðu fyrir augunum eða léku sér að eða þráðu að eignast.  Innan um þessa gripi , sem Cimino keypti á 500 dollara, var að finna ódýran Halloween búning úr bómullarblönduðu gervi-efni frá fimmta áratuginum.  Búningurinn var Spiderman-búningur

“Ég hugsaði ekkert sérstaklega út í þetta” sagði Cimino við blaðamann New York Post.  Hann kom búningnum fyrir í kjallaranum og það var ekki fyrr en nokkru síðar að hann skoðaði búninginn nánar og uppgötvaði að þar með einn stærsta leyndardóm ofurhetjuheimsins og um leið grunsamlegar sifjar einnar þekktustu (og ábátasömustu) ofurhetjunnar.

Spider-Man kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1962 undir merkjum Marvel útgáfunnar í hasarmyndablaðinu “Amazing Fantasy” No 15.  Spider-Man var sköpunarverk Stan Lee og teiknarans Steven Didko.  Lee hefur sagt að innblásturinn af Spider-Man hafi verið mun eldri teiknimynda hetja frá því um 1930 sem hét “The Spider” en sá barðist við glæpalýð öllum stundum.

Ditko hannaði búninginn á Spiderman “sem passaði við kraftana sem hann hafið yfir að ráða” sagði listamaðurinn árið 1990 í bókinni “History of the Comics” eftir Robin Snyder.

Getur verið að teiknarinn hafi í rauninni fundið innblástur frá halloween-búningi?

Kóngulóarbúningurinn sem Cimino keypti var framleiddur af Ben Cooper Inc, sem var fyrirtæki úr Brooklyn sem stofnað var árið 1937 en er ekki lengur starfandi.  Fyrirtækið framleiddi fyrst um sinn búninga fyrir leikhús en færði framleiðslulínuna yfir í Halloween-búninga fyrir krakka þegar harðnaði í dalnum.  Margir af búningum fyrirtækisins voru undir einkaleyfi annarra s.s Disney, en fyrirtækið framleiddi búninga úr “Mjallhvít og dvergarnir sjö”.

John Cimino og dóttir hans Bryn halda hér á annari útgáfu af 1950-Spider-Man búningnum og fyrsta leyfisframleidda Spidermanbúningnum frá 1963.  Báðir voru framleiddir af fyrirtækinu Ben Cooper Inc.
John Cimino og dóttir hans Bryn halda hér á annari útgáfu af 1950-Spider-Man búningnum og fyrsta leyfisframleidda Spidermanbúningnum frá 1963. Báðir voru framleiddir af fyrirtækinu Ben Cooper Inc.

Cimino fékk mikinn áhuga á Ben Cooper Inc búningafyrirtækinu og eftir að hafa lesið bók um safngripi frá 1950, varð Cimino heltekin af sögu þessa fyrirtækis “Ég byrjaði að grafa og ég gróf dýpra dýpra” sagði Cimino. “Ég gróf og gróf”.

 

Þegar leið á rannsóknir Ciminos á fyrirtækinu komst hann yfir vörulista frá því um 1950 og það var ljósmynd af tilteknum búningi sem var til sölu sem olli honum miklum heilabrotum.

Það var einn búningur sem var í sölu árið 1954 sem líktist þeim sem Cimino keypti . Fyrir neðan hálsmálið var kóngulóar-merki og greinilegt vef-munstur yfir bolinn. Að auki fylgdi andlitsgríma.  Til að gera langa sögu stutta, þá minnti þessi búningur sterklega á Spider-Man búninginn sem Steven Didko teiknaði fyrir Marvel Comics.

“Þetta er skrýtið” hugsaði Cimino sem rekur verslunina Saturday Morning Collectibles sem selur á vefnum og á leikfangasýningum.

Cimino hélt að um væri að ræða prufu-stykki sem aldrei hefði farið í framleiðslu.  Þar til að hann fékk símtal frá manni sem hafði rekið verslun fyrir ódýra hluti og átti gamlan lager sem geymdur var í hlöðu.  Þar inn á milli var að finna gamla Halloween búninga og einn af þeim var hinn dularfulli Kóngulóar-búningur frá 1954.

“Ég sá hann og hugsaði, Holy shit! – Hann er til” sagði Cimino.  Ég hoppaði ekki í hringi af gleði, en viðurkenni að ég var við það að missa hægðir af spennu yfir þessum fundi.

Ben Cooper Inc, voru í eina tíð allsráðandi á búningamarkaðinum. Fyrirtækið hafði að eigin sögn 70 til 80% markaðshlutdeild í Halloween búningageiranum á sjöunda áratuginum.  Árið 1963 seldi fyrirtækið 2.5 milljón búninga.

Fyrsti Spidermanbúningurinn frá 1950 er gulur en þeir búningar sem voru framleiddir samkvæmt leyfi voru í hinum kunnu rauðu og bláu litasamsetningu

“Ben Cooper In var í 10 mílna fjarlægð frá höfuðstöðvum Marvel á þessum tíma” segir Cimino.  “Ben Cooper Inc var ráðandi á Halloween búningamarkaðinum í New York þannig að Ditko (höfundur útlitsins á Spider-Man) hlýtur að hafa séð þennan búning.  Þegar hann hefur fengið það verkefni að hanna útlit ofurhetjunnar Spider-Man hefur mögulega einhver minning um þennan búning skotið upp kollinum í hugskotssjónum listamannsins.  Líkindi búningsins frá Ben Cooper eru einfaldlega of sláandi til þess að afgreiða þau sem tilviljun”.

Seint á síðasta ári sendi Cimino ljósmyndir af gula Spiderman-búningnum frá 1950 til listamannsins Ditko (87) sem hannaði útlit Spider-Man fyrir Marvel.  Ditko sem er ennþá starfandi og vinnur nærri Times Square forðast kastljós fjölmiðla og hefur ekki veitt viðtöl eða látið taka af sér ljósmynd í áratugi.  Ditko svaraði Cimino með litlu handskrifuðu bréfi.  “Sönnunarbyrðin er á höndum þess sem kemur fram með fullyrðinguna. Úrklippur sýna stundum ekkert fram á annað en að þær eru úrklippur”.

Svarbréf frá Steve Ditko til John Cimino þar sem dularfullum líkindum á búningi frá 1950 og hans hönnum frá 1962 er svarað

Það má einnig vera að þessi líkindi kunni að liggja annað en til Ditkos sem gjarnan er nefndur sem höfundur útlitsins af Spider-Man.  Jack Kirby sem dó árið 1994 sagði nokkrum sinnum að hann hefði skapað útlit Spider-Man og árið 1975 var fullyrt í tímaritinu FOOM!, sem er blað tileinkað Marvel aðdáendum, er fullyrt. “Það var Jack Kirby sem skapaði útlit Spider-Man”

Þetta er ekkert ólíklegt því að Stan Lee lét Kirby upphaflega fá verkefnið að skapa útlit Spider-Man og listamaðurinn mun hafa skilað inn 5 teiknuðum síðum áður en Stan Lee skipti um skoðun og lét Ditko fá verkefnið.  (Samkvæmt Ditko leit sá Spider-Man sem Kirby teiknaði, ekkert líkt grímuklæddu hetjunni sem við þekkjum í dag – Þrátt fyrir að allir sem komu að málinu hafi ólíkar sýn á tilurð hönnunarinnar hefur Marvel alltaf neitað að tjá sig um málið.

Steve Ditko forðast kastljós fjölmiðla.  Hér er mynd af honum úr skólaárbók
Steve Ditko forðast kastljós fjölmiðla. Hér er mynd af honum úr skólaárbók

Árið 1989 brunnu öll skjöl sem tengdust Ben Cooper Inc og fyrirtækið var selt árið 1992 en orðrómur um að Kirby hafi unnið hjá fyrirtækinu hefur oft skotið upp kollinum.  Getur verið að maðurinn sem hannaði “sjötta áratugs Spiderman búninginn” hafi endurunnið hugmyndina fyrir Marvel fimm árum síðar?

Sagan verður ennþá furðulegri þegar Cimino fór að skoða upphaflega leyfið fyrir Spider-Man búningnum frá manninum sem þurfti nýja miðstöð.  Hann áttaði sig á því að höfundarréttarmerkingu á pakkningunni og á búningnum kom fram að hvoru tveggja  hafi verið framleitt árið 1963 – nokkrum mánuðum eftir að Spider-Man frá Marvel kom á sjónarsviðið.  Í ljós hefur komið að þessi búningur er fyrsta varan sem framleidd var undir merkjum og leyfi frá Marvel Comics.  Áður var talið að slíkt hefði gerst ári síðar.  Aðeins þrír búningar eru taldir vera til í dag og Cimino hafa verið boðnar 4 miljónir fyrir sinn búning.

Búningurinn með Marvel-leyfinu er með rauða grímu – Ekki gula eins og sú tilheyrir 1954 búningnum.  Báðar hafa samt sem áður stór svört kóngulóar-augu með svörtum útlínum.  Marvel-leyfis búningurinn er  að hluta til gulur á bringunni með bláum skálmum og ermum.

Hversvegna í ósköpunum ætti Ben Cooper Inc, fyrirtæki sem var þá þegar að framleiða Spiderman-búning að gefa samning við Marvel til að framleiða Spider-Man búning undir þeirra leyfi, löngu áður en Marvel Spider-Man náði einhverjum vinsældum?

Stan Lee

“Ég held að þegar Spider-Man kom í blaðastandana árið 1962 þá hafi Ben Cooper séð það og talið hann líkjast sínum búningi” segir Cimino. “Hann hefur síðan ugglaust farið til forstjóra Mavel (Martin Goodman) og ég held að þeir hafi komist að samkomulagi þar sem Cooper gæti hafa sagt ‘heyrðu..  Þetta líkist svolítið mínum búningi. Getum við ekki náð samkomulagi um þetta”.

Hvað varðar föður Spiderman ,Stan Lee þá hitti Cimino hann og spurði hann út í þetta dularfulla mál.  Lee mundi ekki eftir þessu með búninginn en sagði “Það er enginn að fara að tala við þig varðandi þetta mál.  Það eru miljarðar í húfi”.  Cimino svaraði “Þú veist ekki hvort erfingjar Ben Cooper komi fram og krefjist hlutdeildar í öllum þeim miljörðum”.  Lee svaraði háðskur, “Ef það gerist, þá má búast við að þau muni dingla neðan úr ljósastaurum, kyrfilega fest í kóngulóarvef.

 

Hið ótrúlega upphaf Kóngulóarmannsins

 

spiderman_side1catalog1954:  Búningafyrirtækið Ben Cooper Inc frá New York setur á markaðinn Halloween búning sem heitir “Spiderman”.  Jack Kirby teiknari hjá Marvel er sagður hafa unnið stuttlega hjá Ben Cooper og mögulega hannað búninginn.

1950 – seinnihluti áratugarins:  Ben Cooper breytir Spider Man búningnum sinum og skiptir út kassa laga grímunni fyrir gula plastgrímu. Þessi hönnun er í sölu til ársins 1962

1962:  Stan Lee höfundur hjá Marvel skipar Kirby til þess að teikna útlit nýrrar hetju sem á að heita Spider-Man.  Kirby teiknar nokkrar síður en Lee er ekki ánægður með þær og ræður Steve Ditko til verksins.  Hann hefur síðan þá verið titlaður höfundur af hönnuninni á Spider-Man.

1962 – ágúst:  Spider-Man kemur fyrst fram í  blaðinu “Amazing Fantasy” no 15.

1962 –  mars:  Fyrsta tölublað með Spider-Man sem aðalpersónu kemur út. “The Amazing Spider-Man” fer í hillurnar  Ben Cooper gerir samning við Marvel – innihald ókunnugt – og byrjar að selja Spider-Man búninga með leyfi frá Marvel sem gerir þennan búning að fyrsta varningi sem tengdur er söguhetjum fyrirtækisins.

 

Site Footer