SPIDERMAN OG GLITNISMAÐURINN

Sonur minn Bessi fékk í afmælisgjöf forláta Spiderman -„buff“. Leó, sá yngri var að vonum öfundsjúkur og vildi buffið hafa en fékk ekki.

Við hjónin fundum gamalt Glitnis-buff sem að við áttum í fórum okkar og létum Leó það í té. Róaðist hann nokkuð við það.


Eftir á að hyggja þá rennur mér í grun um að Spidermann sé góði og Glitnismaðurinn vondi.

Þeir undu þó báðir glaðir við sitt þegar mamma þeirra las fyrir þá.

Site Footer