SPIDERMAN KAKAN

Bessi hélt upp á 6 ára afmælið sitt í gær. Ég sá um kökuna eins og í fyrra. Óhætt er að segja að allt tókst betur en í síðasta afmæli. Það var meira og minna disaster.

Núna vorum við með ákveðið plan í gangi. Við keyptum „font“ í einhverri föndurbúð en síðast reyndum við að búa hann til með skelfilegum árangri. Bessi var búin að ákveða að hafa Spidermanköku, en ég fékk þá flugu í höfuðið að láta Ingunni búa til s.k „pavlovu“ sem ég myndi svo skreyta með ásjónu Spidermans. Þessi hugmynd var skotin á kaf og ég þurfti að baka eina brúna. -Það er tiltölulega auðvelt. Hún var nú reyndar frekar „þétt“ og ég gæti trúað því að það hafi verið vegna þess að ég hrærði hana svolítið lengi.
Spiderman cake
Hérna er s.s skúffukakan komin ofan á kökudiskinn.
Spiderman cake
Svo var skorið út höfuð
Spiderman cake
Ingunn smurði svo yfir með grænu smjörkremi
Spiderman cake
Þarna er „fonturinn“ sem við keyptum í föndurbúðinni.
Spiderman cake
Hérna er ég búin að fletja út fontinn. Passið ykkur að hann má ekki þorna of lengi.
Spiderman cake
Eitt mikilvægt. Það má ekki setja smjörkrem á volga köku. Þá bráðnar allt. Ingunn klikkaði á þessu en reddaði sér með að tæma eina skúffu úr ísskápnum.
Spiderman cake
Fontur kominn á fésið.
Spiderman cake
Því næst svartur fontur fyrir augun. Við hiðina á er s.k „buff“ (höfuðfat) sem ég notaði til hliðsjónar
Spiderman cake
Línurnar skar ég út með pizza-hníf
Spiderman cake
Línurnar voru smá vesen. Ég „límdi“ þær á með því að bleyta með vatni undirlagið. það virkaði.
Spiderman cake
Hérna er svo hvítt marsipan sem loka-töttsið.
Spiderman cake
Kakan tilbúin og 2 spædermenn í prýðilegu skapi bakvið.

Afmælið tókst vel. Mikill hasar og kakan var étinn upp til agna. Góður rómur var gerður að augnhvítunni og allir þurftu að fá að smakka bita sem í var augnhvíta. Sumar sneiðarnar voru þessvegna nokkuð langar því kakan var sporöskjulaga. Það þótti mikil vegsemd að fá langa en mjóa sneið sem endaði í augnhvítu.

Site Footer