Southern Comfort og áratuga-overlapp.

Ég er sennilega kominn á þann aldur að ég rugla saman árum og áratugum. Mér fannst t.d Jónhanna Guðrún endilega hafa verið í Rokklingunum. Sannleikurinn er reyndar sá að hún var nýfædd þegar Rokklingarnir voru upp á sitt besta.

Hún hefur því trauðla verið í þeirri goðsagnakenndu barnahjómsveit.

Sem dæmi um þennan rugling eða overlap á áratugum, þá finnst mér endilega að Duran Duran séu nýbúnir að gefa út lagið Nororious. það er einhvernvegin „fresh“ í mínum aldraða huga. Þriggja manna Duran eru einskonar straumhvörf í reynslu minni. Simmi söngur, Nikki nóta og Taylor sem taka upp kyndilinn og halda áfram eftir breikupp með blásið hárið og óaðfinnanlegan klæðaburð.

Konan mín þjáist af þessu sama en með smá tilbrigði. Þegar hún heyrir í hjómsveitinni Offspring þá langar hana til að „blanda sér í glas“. -Helst landa.

Það heyrir til undantekninga að fullorði fólk „blandi sér í glas“, fullorðing drekka bjór ellegar rauðvín. Sjaldnar Vodka í kók eða Southern Comfort í Sevenup. Ég drakk reyndar einu sinni heila Southern Comfort flösku og varð svo ruglaður og vitlaus að frjóasti gerningalistamaður gæti ekki toppað þvæluna sem ég framkvæmdi þetta hörmulega kvöld. Það eina sem ég man var að eldri maður var að lemja mig með regnhlíf fyrir utan Casablanca.

Ég held að ég hafi verið 9 vikur að jafna mig á timburmönnunum.

2 comments On Southern Comfort og áratuga-overlapp.

Comments are closed.

Site Footer