SORGLEGUR LEIKUR

Nú hefur Sjálfstæðið ályktað að gott og rétt sé að leyfa trúfélögum óheftan aðgang að grunnskólum í Reykjavík.  Vinkonu minni Þórey Vilhjálmsdóttur var att út í flagið með þennan boðskap úr Valhöll.

þetta er bara sorglegt.

Nú fer af stað leikrit þar sem stjórnmálamenn þykjast vera eitthvað ægilega spenntir fyrir „gömlum og góðum gildu sem reynst hafa vel“…

Ég hef séð þetta áður og ég veit hvernig þetta endar.  Það verður lúffað eins og venjulega fyrir kirkjunni og trúboða-nuddinu sem Ríkiskirkjan telur að sé ein helsta grunnstoð tilveru sinnar. Að telja litlum börnum trú um að til sé ósýnieg vera í himninum sem drap son sinn til þess að þau myndu fá eilíft líf…

Hafið þið pælt aðeins í þessari heimsmynd.

Þessu rugli?

Þessum hroða?

Nú er EKKI verið að banna jólin eins og allt kirkju liðið segir.  Það kemur skýrt fram í þessari ályktun mannréttindaráðs.  það er bara verið að undirstrika að skólinn sé veraldleg stofnun.  Ekki andleg eða trúarleg stofnun.

Sumir eiga bara svo hrikalega eftitt með að fatta það og eru svo ósvífnir að ljúga og afvegaleiða umræðunna til þess að þyrla upp moðreyk.  Því er t.d haldið fram að „nú eigi að banna kristinfræði“.. Það kemur líka fram í þessari ályktun að það eigi EKKI að gera það.  Það á heldur ekki að banna Passíusálmana eins og Bubbi Mortens gefur í skyn.  Það á ekki að skipta um þjóðsöng eins og ríkiskirkjupresturinn Bjarni Karlsson heldur fram. Það á heldur ekki að skipta um þjóðfána eins og Þórhallur heimisson ríkiskirkjuprestur heldur fram.

Það á bara að skerpa á reglunum um aðkomu trúfélga inn í grunnskóla í Reykjavík.

-Punktur!!

Alltaf gleymist að kirjan sjálf ástundar fínt starf innan sinna vébanda fyrir krakka og unglinga.  Því þarf hún að snuddast inn í skólatíma hjá krökkum eins og einhverjar skuggaverur úr Harry Potter.

Nú fer allt af stað og lygaþvælan tætist upp.  -Allir ljúga. Allir þykjast vera eitthvað annað. Allir þykjast hafa einhverjar aðrar skoðanir en þau raunvlerulega hafa. Allir væa og umræðan færist út á hina sér-íslensku jaðra.  Enginn hefur áhuga á að ræða þetta mál.  Og Sjálfstæðisflokkurinn setur upp íhaldsgrímuna. Grímu sem sennilega er verri en frjálshyggju-gríman. (munum:  Stjórnmálamenn í seðlabankastjórnann= „farsælt kerfi“)

Hvað í andskotanum eru trúfélög að snuddast inn í skólatíma hjá krökkum?  -Hvaða tilgangur er þar á bak við?

Svörum því og gerum okkur síðan upp skoðun á málinu.

-o-o-o-o-

Skrifið þið svo undir þetta hérna:

Site Footer