SORGLEGIR VILLIKETTIR

Villikettirnir í VG segja sér til varnar að þau hafi verið kosin út á stefnumál sín og geti ekki „brugðist kjósendum sínum“.  – Þetta hljómar ágætlega.

-Ef að við byggjum við persónukjör

Staðreyndin er sú að kjósendur VG voru EKKI að kjósa Lilju Mósesdóttur, Atla Gíslason eða Ásmund Einar Daðason.  Kjósendur voru að kjósa VG.

EKKI ÞAU !!!!

Það sætir algerri undrun að þessi þrjú, skuli hafa þennan skilning á kosningakerfinu og stjórnmálakerfinu.

Hafandi fylgst með stjórnmálum all náið í yfir 20 ár, sýnist mér þessi þrjú hafa fengið gusu af því sem kallað er „hybris“ sem eru einhverskonar ranghugmyndir um eigið ágæti.

Stjórnmál snúast fyrst og fremst um málamiðlanir og samvinnu.  Lesendum skal bent á að draga djúpt andann og hugsa um hugtakið sam-vinnu…. Og hugsa sér síðan hvernig heimurinn væri á hennar.

Ég hef reyndar þá kenningu sem kalla má „draumastöðu-kenninguna“ sem hina rauverulegu ástæðu upphlaupsins.  Draumastaða villta vinstrisins er að Sjálfstæðisflokkurinn ráði öllu meðan VG er áhrifalaust á hliðarlinunni að öskra sig hás um „RANGLÆTIГ og
„ÓSVINNUNA“ og „NÍÐINGSHÁTTINN“

….. Þið vitið.

Þetta hliðarlínu-öskur er nefnilega ágætis innivinna, vel borguð og alveg innilega laus við ábygrð.

Og þarna……  Akkúrat þarna.

 

….Liggur hundirinn grafinn.

Site Footer