Sænskar hórur kvarta ekki.

Í Svíþjóð er vændi bannað og kaup á vændi sömuleiðis. Þessi lög voru sett í þeirri von um að uppræta vændi úr sænsku samfélagi. Sumum á Íslandi hefur þótt þetta framtak Svía til fyrirmyndar. Vinstri grænir og Feministafélag Íslands hafa oft og tíðum bent á þetta framtak með velþóknun. Því miður fyrir þessa hópa þá er komið á daginn að þessi lög eru gagnslaus. Vændisframboð hefur hvorki aukist eða minnkað síðan þessi lög voru sett. Það eina sem hefur breyst er framsetningin á vændinu. Vændið fór bara undirgound. Helstu birtingarmyndir þess núna eru spjallsíður. Þar er hægt að fá allt vændi í heiminum. Þessi lög voru til umræðu í sjónvarpinu í gær og mér fannst svona á fréttafólkinu og viðmælendum þeirra að þessi lagatilraun hafi misheppnast. Það er eins og hafi runnið ljós (moment of clarity) upp fyrir fólki þegar timburmönnum hins pólistíska rétttrúnaðar lauk. Það er ekki hægt að uppræta vændi með lagasetningu. -Þetta er svo einfalt! Best er að hafa lög eins og eru á Íslandi í dag. Vændi bannað svo fremi sem þriðji aðili hagnist ekki á því. Það sem ég skrifa næst er afar mikilvægt. Ég ætla að biðja lesendur aðhafa það í huga. Það er ekki hægt að uppræta með lagasetningu vændi frekar en barnagirnd. Lög eiga að endurspegla veruleikann eins og hann er en ekki eins og hann ætti að vera. –Það er alveg basic, og sá stjórmálamaður sem fattar ekki muninn ætti að gerast skáld eða heimsspekingur. Þótt ég skilgreinin sjálfan mig sem feminista og er meðlimur i feminstafélaginu, þá deili ég ekki ánægju margra með skúringakellingarnar í dómsmálaráðuneytinu. Mér finnst þetta bara vera bull. Mér finnst rauði þráðurinn í málflutningi þeirra sem vilja uppræta vændi vera sá að þeir trúi þvi ekki að þeir sem ástunda vændi, geri það af fúsum og frjálsum vilja. Ég set stórt spurningamerki við þessa fullyrðingu. Við erum sem betur fer mismunandi og deilum ekki sömu siðferðis eða kynferðis prinsippum. Þessi staðreynd er sett svo glæsilega fram í fána samkynhneigðra en sá fáni táknar marbreytileika samkynhneigðra. Sumar lessur eru butch meðan aðrar eru sætar og fínar. Leðurhommar, latex, BDSM. Svona get ég haldið endalaust áfram. Litirnir í regnbogafánanum tákna þennan fjörbreytileika. Staðreyndin er að við fílum mismunandi hluti og við erum ólík. Að halda því fram að allir í vændi geri að úr einhverri nauðvörn er móðgun við mannlegt eðli og fegurstu prinsipp upplýsts samfélags. Ég sé bara ekkert að því að fólk þiggi peninga fyrir kynferðisgreiða. Fólk er alltaf að því hvort sem er á einn veg eða annan. Ágætis vinkona mín er vændiskona og praktiserar á Hótel Sögu. Sú er í engri nauðvörn. Þetta er bara vinnan hennar og ekkert við það að athuga. Það kemur engum við hverjum hún sefur hjá og hvort hún þiggur fyrir það fé! -Það kemur bara engum við. Hinsvegar!… Ef að einhver tæki helminginn tekjum hennar með kúgun eða ofbeldi þá snéri málið öðruvísi við. Mannsal flokkast að sjálfsögðu undir þetta ”hinsvegar” en prisippið er óbreytt. Núverandi vændislög eru til fyrirmyndar og ætti að vera Svíum gott fordæmi.

Site Footer