SKYGGNIGÁFA MÍN

Þennan pistil skrifaði ég 27. janúar og fékk birtan í Fréttatímanum. Hérna er bloggið daginn eftir. Hér fyrir neðan er úrdráttur úr greininni.

„Maður heyrir nánast mærðarlega yfirlýsinguna. Samt kemur hún ekki fyrr en svona í byrjun mars. Yfirlýsingu á blaðamannafundi á Bessastöðum sem markar hápunkt spennuþrunginnar viku þar sem hver dagur er vandlega hannaður. Yfirlýsingin mun bera öll höfundareinkennin sem við höfum þurft að þola: Talað um sjálfan sig í þriðju persónu; sögulegar skírskotanir í víkingatímann og klisjukenndar og væmnar myndlíkingar; útlönd (og Alþingi) sem óvinur og forsetinn sem eini fulltrúi þjóðarinnar; skreytingar með fjöðrum annarra („Og svo kom Mugison suður og bauð af ísfirsku örlæti allri þjóðinni til Hörpugleði.“); uppgerð og tilgerð en aðallega klisjur og klækir“.

Þetta rættist allt. – Ég er skyggn.

Site Footer