SKÖTUVEISLA Í BIRKIKJARRI

Við fjölskyldan leigjum íbúð á afar góðum stað í Gautaborg. Hverfið heitir Björkekärr (Birkikjarr?) og þykir bara ágætt. Það er um 10 mín labb í næsta sporvagn sem fer niður í bæ. Við þurftum að leigja íbúðina í 2 mánuði án þess að búa í henni til þess að festa okkur hana. Ég held að það hafi verið vel til fundið því ég er ánægður hérna. Ég hlakka mikið til að fá mömmu og manninn hennar í heimsókn en þau koma þann 4. Auður dóttir mín kemur síðan í sumar og ég ætla sannarlega að eiga góðan tíma með henni. Eins og ég hef bloggað aðeins um er fjölbreytt dýralíf hérna í Gautaborg og ég hef séð einhverskonar broddgölt og íkorna. Fuglar eru hér öðruvísi en í 101 Reykjavík. Svokallaðar ”skötur” eru hér algengar en það eru örugglega spörfuglar af stærrigerðinni. Þær eru sérstaklega gáfaðar og flug þeirra er sérstaklega fallegt. Ég hef stundum hent afgangi af hafragautnum í garðinn okkar til að fæða þær. Það klikkar ekki að nokkrum mínútum síðar eru komnar 3 – 4 skötur í veislu. Skötuveislu.
Hérna eru 2 vídeó sem sýna íbúðina að Birkikjarri 2F.

Site Footer