AÐ SKRIFA UNDIR DULNEFNI

Nú hefur Egill Helgason greinilega fengið nóg og greint frá þeirri augljósu staðreynd að prófessorinn Hannes Gissurarson ræðst á samkennara sína og annað fólk undir dulnefni Skafta Harðarsonar og ógeðs-vefjarins AMX.

Ég hef bent á þetta áður, hér, hér og hér.

Hannes birtist eins og skrattinn úr sauðarleggnum á athugasemdakerfinu mínu en viðhafði engar varnir gegn ásökunum mínum heldur hóf að gagnrýna ritstíl minn og stafsetningu !!!

Þetta hlægði mig sannarlega. Í fyrsta lagi kallar hann mig Atla og þarna kemur berlega í ljós að Hannes Hólmsteinn,  maðurinn sem skrifaði hvorki fleiri né færri bækur en 3, um Halldór Laxness, kannast ekkert við orðið „kabúss“.  Kabúss er einhverskonar höfuðfat og gegnir lykilhluverki í Íslandsklukkunni.  Jón Hreggviðsson var nefnilega með kabúss Sigurðar Snorrasonar, böðuls á hausnum þegar sá fannst dauður út í mýri.  Jón var umsvifalaust grunaður um drápið.  Kabúss er því ekkert smáræðis orð í Laxness-fræðunum og furðulegt að Hannes þekki ekki orðið og líklegt verður að teljast að Hannes hafi aldrei lesið þetta höfðuverk Halldórs Laxness.

Næsta athugasemd var svona.

Þessu svaraði ég auðvitað ekki, en bað prófessorinn að halda sig við efnið og svara greininni EFNISLEGA.  Það gerði Hannes að sjálfsögðu ekki.

Hérna kemur svo punkturinn sem ég er að reyna að koma að.  Sumir eru bara svo hrikalega ósvífnir að við neitum að horfast í augu við það.  Við neitum að trúa því að fullorðið fólk geti verið svona andstyggilegt og illa innrætt.  Við meikum ekki að hafa svona fólk meðal okkar og búum til einhverskonar afsökun í huganum að eitthvað meira hljóti að búa að baki.

En það er ekkert að baki.  -Bara ósvífni og ill-rætni.

Hannes Hómsteinn Gissurarson skrifar undir dulnefni annars manns til þess að koma höggi á samkennara sína í Háskólanum sem hafa það eitt til saka unnið að deila ekki aðdáun sinni á Davíð Oddssyni og vinum hans úr Eimreiðarhópnum.  Hannes skrifar líka á viðbjóðsvefinn AMX sem er helsta tæki hins sturlaða hægris. Þar er höggið úr launsátri á menn og málefni í skjóli hins altumlykjandi hugleysis sem einkennir ysta hægrið á Íslandi.

Hafi þeir ævarandi skömm fyrir sem standa að baki þessum klámskrifum og ég veit að sá dagur mun upp renna að nöfn þeirra sem standa að baki þessum viðbjóðsvef verða gerð heyrinkunn….

 

-Þá verður ekkert skjól í nafnleysinu.

Site Footer