SKOPPU OG SKRÝTLU RÆÐA ÞORGERÐAR KATRÍNAR

Það vakti athygli mína í ræðu Þorgerðar Katrínar á landsfundi Flokksins að hún talað töluvert um persónulega hagi sína og eiginmans síns, fjölskylduaðstæður og sína eigin persónu. Þetta er svo sem ekkert afskaplega óvenjulegt en í ljósi þess að um var að ræða æðstu stofnum flokksins sem hún frontar var þetta ákveðið stílbrot. Persónulegir hagir stjórnmálamanna hafa hingað til átt sér vetvang í glanstímaritum en ekki á miklvægum fundum. Þetta er kannski fyrirboði um nýjar áherslur í Sjálfstæðisflokknum. -Hver veit?

Þessi persónulega innsýn inn í líf varaformanns Sjálfstæðisflokksins var sérstaklega furðuleg vegna þess að hún sagðist alltaf hafa skilið að, persónulegt líf sitt og líf stjórnmálanna en tiltók síðan sögu af því þegar hún tók þátt í bíó-upptöku á Skoppu og Skrýtlu.

Þetta vakti hjá mér minningu um ræðu frá árinu 1952 sem Richard Nixon hélt í beinni sjónvarpsútsendingu. Ræðuna hélt Nixon vegna ásakanna um að hafa þegið gjafir að upphæð $18.000 (núvirði um $140.000.) Þar varði Nixon sig gagnvart ásökunum um spillingu líkt og Þorgerður Katrín og notaði til þess ræðutrikk sem hefur síðan orðið alræmt.

Nixon sagðis að vísu hafa þegir eina gjöf á ferlinum. Maður í Texas hafi lesið um að dætrum Nixons langaði í hund og sendi fjölskyldunni svartan og hvitan Cocker Spaniel hund. Nixon sagðist ekki ætla að skila þessari gjöf hvað sem andstæðingar hans héldu fram, enda elskuðu dætur hans hundinn.

Það er líka skemmtileg tilviljun að bæði ræða Nixons og Þorgerðar Katrínar voru kosningaræður og þau bæði voru „vara-formenn“ ef svo má að orði komast (Nixon var varaforsetaefni en Þorgerður varaformaður flokksins) Ræða Nixons er hér fyrir neðan:

Site Footer