Sækópatar

Þriðjungur landsmanna eru hugtrylltir sækópatar í sturlunarástandi, froðufellandi með tryllingsglampa í augum.

Ekkert samfélag ræður við svona ófögnuð. Það er dæmt til þess að farast.

Ég hvet fólk til að flýja land. Þetta er búið.

-Ég meina það.

14 comments On Sækópatar

 • Sælir

  Já, þetta er auðvitað staðfesting á því að stórum hluta þjóðarinnar er ekki viðbjargandi.

  Þessi sami hópur og gefur sig út fyrir að kjósa Sjálfstæðisflokkinn núna er sá hinn sami og er að mestu ábyrgur fyrir hruninu. Hann kaus flokkinn þá og hann kýs flokkinn núna.

  Þangað leitar klárinn þar sem hann er kvaldastur.

  Þetta er sorglegt en satt.

  Ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda næstu 5-6 árin þá mun restin af sómakæru fólki flytjast í skjól til Norðurlandanna þar sem spilling er í minna mæli.

 • Eins og mér finnst það sérkennileg hugmynd að lýsa því að fylgjendur tiltekinni stjórnmálaafla séu siðblindir þættir mér fengur að því að þú upplýstir nákvæmlega hvaða hópar þetta eru. Af lestri fréttarinnar er mér hulið hvernig summan 33% næst.

 • Fyrirgefðu, sé þetta núna, Samfó + Borgarar gera 33,2%.

 • Í fréttinni stendur:

  "Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn er hins vegar óbreytt 28,8%"

  Ég s.s námunda eins og kallað er upp í 33%

  Ég bið þig velvirðingar

 • sælir,
  stundum hef ég gaman af blogginu þínu og finnst þú hafa mikið til málanna að leggja. Svo koma svona blogg inn á milli sem gæti einmitt verið skrifað af sækópata þ.e. fullkomlega ómálefnalegt, sem gera það að verkum að ég spyr mig hvort ég ætti að heimsækja síðuna þína aftur. Þú gjaldfellir þig með svona færslum.
  kv. Sigurlaug

 • Sækó – Er það ekki sjávarútvegsfyrirtæki í Kópavogi?

 • Ágæta Sigurlaug. Þetta er dæmi um s.k "örvæntingablogg". Ég varð bara umvafinn einhverskonar djúpri uppgjöf þegar ég las að þriðjungur Íslendinga myndu kjósa Sjálfstæðið.

  Flokkinn sem er gerspilltur og ber höfuðabyrgð á hruninu.

  Þú afsakar, ég bara fylltist örvængingu.

 • Þetta eru engur Phsychopatar. Þetta er sá hópur sem stendur í þakkarskuld við Íhaldið, sem var við völd í nær 20 ár og þandi út ríkisbáknið. Þetta fólk var á ríkisjötunni beint og óbeint, þ.a.m. ófáir lögfræðingar.
  Þar við bætast svo heildsalar, kvótakóngar, búðarlokur (verslunareigendur) + allmargir fávitar. Total er þessi hópur furðu stór, í kringum 25% kjósenda og honum verður ekki haggað. Það er hinsvegar „hækjan“, sem ber ábyrgðina a því, hvort að Flokkurinn komist til valda. Hvort sem hún heitir Framsókn eða Samfylking.
  Haukur Kristinsson

 • Ég er sammála þér, Teitur. Þetta er svo ömurlegt. Eru Íslendingar bara þrælslundaðir aumingjar sem kyssa vöndinn?

 • Í könnuninni kom fram að 38% þjóðarinnar eru sátt við Steingrím Sigfússon og 24% sátt við Bjarna Benediktsson.

  Finnst ykkur það ekki athyglisvert?

  Annars eru 28 nær 25 en 33. Rúmur fjórðungur þjóðarinnar styður Sjálfstæðisflokkinn.

  Íslendingar eru kannski ekki vonlausir þrátt fyrir allt.

  AH

 • Stutt ágrip af fyrringunni í Sjálfstæðisflokknum:

  http://gudmundur.eyjan.is/2009/08/veruleikafyrring.html

 • Þú ættir þá kanski bara að flytja heim til að hjálpa hetjunum Steingrími og Jóhönnu.
  Það munar um hvern sem er til að borga skattana þeirra.

  Ég veit ekki betur en það hafi verið gerð hálfgerð stjórnarbylting af fólki, einmitt með glampa í augum eins og þú lýsir.

  En ástandið skánar náttúrulega í Svíþjóð, þegar sósíaldemonarnir eru ekki ráðandi.

 • þetta er löngu búið. Og það er satt að alir sem kjósa D eru sækópatar.

 • Mér finnst D-listinn frábær og Samspillingin og VG sökka samt er ég vart ennþá farinn að finna sækópatann innra með mér. En kannski laumast hann fram og ég myndi umbreytast undir fullu tungli í loðinn vígtenntan evrópusinnaðan varúlf. Það er óhugnanleg tilhugsun

Comments are closed.

Site Footer