SKIPULÖGÐ SKEMMDARVERK EÐA FÁVISKA?

uppákoma þegar Vigdís Hauksdóttir lak upplýsingum frá einhverjum Alþingis-fundi, beint á fésbókina sína, mun vonandi hafa víðtækar afleiðinar.

Hugsum okkur eftirfarandi“senaríó“: Við erum á fundi og málin eru rædd og kynnt fyrir fundargestum. Einn fundarmanna pikkar stöðugt á tölvu sína og „upp-deitar“ fésbókina sína á framvindu fundarins.
Nú hef ég setið nokkra fundi af allskonar toga og fullyrði að ef einhver hefði gert þetta, t.d þar sem ég vann hjá EJS, myndi sá hinn sami vera barasta rekinn á staðnum. Í það minnsta yrði leka-gikknum ekki boðið á fleiri fundi innan fyrirtækisins.

Það sama myndi örugglega gilda á annarskonar fundum en þeim sem snúa beint að viðskiptum. Hugsum okkur fund hjá einhverju Íþróttafélagi. Einn fundarmanna væri iðinn við að pikka inn statusa á borð við: „Nú á að skipta um þjálfara hjá stelpunum – gaman að því eða hitt þó heldur“. Eða: „Það er verið að tala um að skipta um styrktaraðila – Spennandi að sjá hvað kemur út úr því“.

Svona framkoma er auðvitað óþolandi og ekkert annað en vanvirða við Alþingi og alla Íslendinga þegar þingmaður lætur svona.

-o-o-o-

Ég veit ekki hvað Vigdís Haukdsóttir er að spekúlera, en ég vona að hún sé ekki að fylgja einhverju skemmdarverka-plan til þess að eyðileggja orðspor Alþingis. Það vel verið að svo sé miðað við fyrri upphlaup þessa þingmanns. Ég vona frekar að um sé að kenna fávisku, taktleysi eða einhverjum grundvallar misskilingi á hlutverki Alþingis.

Mér sýnist þingmenn Framsóknarflokksins líta á Alþingi sem einhvern vettvang fyrir skeytasendingar og köpuryrði.

Svo vona ég auðvitað að þingmenn séu ekki að þvælast á Facebook í vinnunni sinni. Það eru lágmarkskröfur að vinnunni sé sinnt, en ekki félags og sýniþörf.

Site Footer