SKILABOÐ: HINGAÐ OG EKKI LENGRA

Eins og á Íslandi þá eru nokkrir bankar sem eru ráðandi á markaðinum hér í Svíþjóð. Nýjustu tölur yfir gróða eru yfirgengilegar. Alveg eins og á Íslandi. Ofurlaun bankatoppana er mál sem hinn venjulegi „Svenson“ hatar eins og pestina.

Ólíkt íslendingum, þá fatta Svíar að gróði bankanna kemur ekki úr einhverjum gufum í loftinu heldur frá viðskiptavinum þeirra. Þessi staðreynd hefur valdið spennu í samfélaginu og almennri reiði gagnvart bönkunum sem bera fyrir sig allskonar útúrsnúningum.

Anders Borg, sem hefur verið kallaður besti fjármálaráðherra í Evrópu, skilur vel stöðuna sem er uppi og sendi bönkunum skýr skilaboð. „Bankarnir sýna ofurhagnað sem grundvallaður er á viðskiptavinum þeirra. Vextirnir eru of háir – Þetta er ögrandi framkoma“. Þetta eru ekki innantóm orð. Þetta er ekki skrum til þess að auka vinsældir

-Þessum orðum munu fylgja aðgerðir ef að ekkert gerist.

Óskandi væri að íslenskur fjármálaráðherra væri jafn skorinortur og herra Borg.

.

Site Footer