SHEPPSHULT

Reiðhjólaverksmiðjan í bænum Skeppshult endurspeglar allt sem gott er við sænskan iðnað. Hjólin eru klassísk, lausi við tískudellur og endast heilu mannsaldrana. Maður sér gæðin blasa við sér. Allt efni, stál, gúmmí og aukahlutir eru af bestu sort. Ég held að Svíar séu pínu stoltir af Sheppshult hjólunum.

Eini gallinn við þau er að þau eru nokkuð dýr. Þrisvarsinnum dýrari en ruslið sem er verið að selja í stórverslunum á borð við Bilia, Rusta, ByggMax og fleiri keðjum. En á móti kemur að þegar maður kaupir svona hjól, þá er maður að styðja sænskan iðnað, sænskt verksmiðjufólk og handverksmenn. Það skiptir að sjálfsögðu máli. Upplýstur og meðvitaður neytandi er kjarninn í heilbrigðu efnahagskerfi.

Skeppshult
Skeppshult

 

Site Footer