SKEMMTILEGUR MISSKILNINGUR DV

Því er stundum haldið fram -og oft með réttu, að skortur á almennri þekkingu sé orði að vandamáli í vestrænum samfélögum.  Gloppur í samhengi sögunnar stinga jafnan í augun svo svíður undan.  Sama gildir í raun um fáfræði þótt hún sé léttvægari.

Ágætis dæmi um ofanritað er að finna í færslu á vefnum DV.is sem eignuð er ritstjórn DV.  Færslan er undir flokknum „Sandkorn“ en sá dálkur hefur jafnan verið notaður til þess að hafa í frammi dylgjur og hálfsannleik.  Það á við í þessu tilfelli.

bild

Tilgangur „Sandkornsins“ er tvíþættur.

Annars vegar að hvetja opinbera styrkveitendur til þess að veita ekki styrk til listamanna sem gagnrýna stjórnvöld og svo hinsvegar að ógna þeim listamönnum sem gagnrýna stjórnvöld að þeir skuli hafa sig hæga.  Svo má bæta við að myndavalið er líka notað til að dylgja en ritstjórnin hefur valið glaðhlakkaralega mynd af Svavari Knút sem einhverskonar áréttingu um listamann sem passar við efni greinarinnar.

Allt er þetta fyrirséð og hvimleitt frekar en sorglegt.

Það er samt kjánlaegur misskilingur í þessu „Sandkorni“ því þar er fullyrt að listagyðjan sé blind en gyðja réttlætisins sé al-sjáandi.

Það er því óhætt að halda því fram að listagyðjan sé blind ólíkt þeirri gyðju sem kennd er við réttvísina

Þessu er einmitt öfugt farið.  Gyðja réttlætisins er blind en um gyðju listarinnar (sem er í rauninni hugtak yfir margar goðsögulegar persónur) er sannarlega ekki blind enda notast hún við augun við sköpun sína.  Gyðja réttlætisins  vegur málin út frá staðreyndum og er því með bundið fyrir augun og sér ekki hver á í hlut.

Tæki réttlætisgyðjunnar er vogarskálin og skiptir því engu hver er á hvorum enda hennar.  Það má vera ríkur Framsóknarkall eða blankur öskukall. Hitt verkfæri gyðjunnar er svo sverð sem vonandi er nógu skýrt tákn fyrir ritstjórn DV að skilja.

Gyðja réttlætisins er blind og dómur hennar fer ekki manngreinarálit.

 

Hinsvegar er svolítið skuggalegt að hugleiða að ritstjórn DV virðist ekki hafa þekkingu á grundvallaratriðum vestrænnnar goðafræði sem þó ætti að vera undirstaða klassískra fræða og vestrænnar menningar hvorki meira né minna.

 

Albert Einstein sagði einhvern tímann að munurinn á heimsku og snilligáfu væri sá að snilligáfan hefði takmörk.

Þau orð eiga ákaflega vel við í þessu samhengi.

Site Footer