SKAMMAST ÚT Í ESB STYRKI – EN ÞYGGUR ÞÁ SJÁLFUR

 
Þetta sætir furðu eins og margt sem kemur frá Birni Bjarnasyni. En „margur heldur mig sig“ eins og maðurinn sagði. Því Björn ætti að þekkja það að fá styrki vegna ESB því Alþingi veitti honum og þessu Evrópuvaktin, um það bil 9 miljón króna* styrk til þess…..Björn Bjarnason er að liðast í sundur á límingunum vegna þess að sjónvarpssmaðurinn Gísli Einarsson gerði sjónvarps-þátt þar sem fjallað var um ESB og möguleg áhrif þess ef Ísland gerðist meðlimur í ESB. Björn sagði þennan þátt vera áróður og dylgjaði um að Gísli Einarsson hefði fengið greiðslur frá ESB til þess að gera þáttinn.

„að stuðla að opinberri og upplýstri umræðu og fræðslu um Evrópusambandið, stefnu þess og áhrif hugsanlegrar aðildar Íslands að sambandinu“ (héðan)bb

Segja má að það komi vel á vondann þegar Björn er að brigsla Gísla Einarssyni um að lepja upp einhverja styrki vegna ESB. -En svona er þetta oft. Þegar maður heldur að botninum sé náð, er jafn víst að vegferðin sé rétt að byrja.

*Útlhlutað var 27 miljónum til 3 aðila. Reikna má með að þriðjungur hafi farið til „Evrópuvaktin“ sem er á vegum Björns Bjarnasonar og Styrmis Gunnarssonar.

Site Footer