SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Í NOREGI

Fjölskyldan var í Osló um helgina í góðu yfirlæti.  Ég gerði þetta helsta eins og vera ber.  Fór á Munch safnið sá húsið hans Bjarna Ármannsonar og renndi mér á skíðum.  Noregur var lengi hluti af Svíþjóð en var skilið frá ríkinu eftir töluvert basl, en fór sósíaldemókratinn Hjalmar Branting fremstur í flokki til að koma þjóði sinni í skilning um að betra væri fyrir Svíþjóð að sleppa hendinni af Noregi, en að standa í stöðgu basli við að réttlæta þann órett sem undirokaður Noregur var.  Fór hann af stað með undirskriftasöfnun (ekki leynilega eins og íslenskir þjóðrembingar) og náði í samfélagi við gott fólk, að sannfæra landa sina um að gera hið rétta.  -Að breyta rétt! Ein af glæstustu stundum sósíaldemókrata.

Verandi þarna í þessu ofur-ríka samfélagi kom mér svolítið spanskt fyrir sjónir.  Allt snýst um olíu og öllu eðlilegu er nánast snúið á haus.  Sviptingarnar í Norður-Afríku,  hafa t.d þau áhrif að olíufyrirtækin snarhækka í verði og gróðinn er hreint og beint ofsalegur.  Hagur almennings í Noregi er betri en í Svíþjóð.  Allt er reyndar dýrara í Noregi, en eftir að allt hefur verið talið, eru meiri peningar eftir í buddu Norðmannsins en Svíans.

Það sem Noregur hefur alltaf haft umfram hin olíuríkin er réttlát skipting auðlindarinnar.  Því er að þakka að Sósíaldemókratar hafa mótað samfélagið öðrum fremur og eru afar sterkir svo vægt sé til orða tekið.  Í stuttu máli er hagnaður af olíusölunni (gegnum skatta á olíufyrirtækin) settur í sjóð og sjóðurinn svo látin seytla út peningum aftur inn í samfélagið eftir ströngum reglum (má ekki greiða úr sjóðnum meira en ákveðið hlutfall af hagnaði hans)  Þar með er reynt kerfisbundið að hafa hemil á þennslu og reynt eftir besta megni að fara eftir hinni góðu reglu að sígandi lukka sé alltaf best.  Norska ríkisolíufyritrækið Statoil er í uþb 70% eigu ríkisins. Restin er á almennum markaði.  Þetta fyrirkomulag er afrakstur mikilla pælinga og ég held að það sé almenn sátt um þetta kerfi (ólíkt aulindamálum á Íslandi)

Ég leiddi hugann að því hvernig ástandið væri í Noregi ef að þeir hefðu sterkan Sjálfstæðisflokk eins og á Íslandi.  Að þeir ættu sinn Davíð Oddson og sinn Eimreiðarhóp.  Hvernig væri staðan í Noregi ef að hinir hugtrylltu og gegnumspilltu Sjálfstæðismenn hefðu ráðið Noregi í 40 ár eða svo.

Það er í raun hrollverkjandi mynd sem sú pæling dregur upp og í raun óþarfi að stoða lesandann í því að gera sér grein fyrir þeim hörmungum.

En ég stenst ekki matið.

Ég held að í fyrsta lagi væri til fámenn stétt ofurríkara olíuvinnslumanna sem skipta á milli sín gróðanum af olíuauðlindinni.  Stjórnmál í Noregi myndu snúast að meira og minna leyti um að telja þjóðinni trú um að þessi óréttur væri í raun geðslegur og hin „rétta skikkan hlutanna“, alveg eins og á Íslandi.  Stórnkerfið væri ormétið og ranglátt og
dómskerfið væri ónýtt vegna spillingar.

Eitt er víst ef að Sjálftæðisflokkurinn með sína andstyggilegu hugmyndafræði myndi hafa haft sömu áhrif á Noreg og á Íslandi, væri landið fátækt og skuldum vafið.  Samfélagið væri reitt og sárt og þjóðarsálinn sundurrifinn af átökum en nokkrir vildarvinir FLokksins mökuðu krókinn en væru samt sísvangir.

-o-o-o-

Ég er sannfærður um að stóra verkefni stjórnmálanna í framtíðinni er einfaldlega sú að halda Sjálfstæðisflokkum fyrir utan stjórntaumanna.

-Ef það tekst, fer allt vel.

.

Site Footer