SÍÐASTA VARNARLÍNAN: SÍMTALIÐ

Skrýtið þetta með Eimreiðarhópinn.  Eftir að hafa haft töglin og haldirnar í samfélaginu í svona 20 ár, þá skilja þeir eftir sig hrunið samfélag.  -Samfélag í sárum.

Hópurinn sem boðaði „báknið burt“ framkvæmdi ekkert af þessu þegar þeir komustu til valda heldur jók við báknð á hverju ári.  Það er alveg hægt að segja að þeir breyttust í allt það sem þeir sjálfir fyrirlitu.  Spilling einkenndi stjórnunarstíl þessara manna.  Aðalatriðið var að komast í skattfé landsmanna með einum eða öðrum hætti.

En það hlýtur að vera pínulítið nöturlegt þegar staðreyndirnar læðast að þessum gaurum, að hefuð þeir ekki skipt sér af stjórnmálum, hefði samfélagið að öllum líkindum orðið betra og réttlátara.

Ef að draga má einhverja ályktun af hugsanahætti eimreiðarhópsins, er óhætt að segja að fólk skyldi ekki vanmeta ósvífni þessara manna.  það sem hræðir mig akkúrat núna er að dómararnir sem þeir skipuðu á þessum 18 árum eru að öllum líkindum búnir að fá símtalið.

 

-Uppgjörið við Eimreiðarhópinn  gæti strandað á því.

.

Site Footer