SÍÐASTA SORT Í VR

Eftir hrunið hef ég tekið þátt i umræðum um verkalýðsfélagið mitt sem er VR og skipt mér að eins að eins og sagt er.  Ég hef verið stuðningsmaður núverandi formanns, Kristins Arnars Jóhannessonar því ég veit að þar fer um völl góður drengur, réttsýnn og klár.  Því miður hefur afhjúpast samsæri gegn honum sem mun leiða til þess að hann mun láta af störfum þann 29. desember næstkomandi.  Kristinn hefur verið í þröngri stöðu, beint á milli fólks úr hópi sem kenndur er við “Nýtt Ísland” og svo “Skuggana” sem eru hratið frá spilltu stjórninni sem var búin að koma því svo fyrir að VR var orðin af einhverskonar sjálftöku-klíku sem laut eigin lögmálum.

Núna hafa “Skuggarnir” beðið nógu lengi og hávaðafólkið úr “Nýja Íslandi” æpt sig raddlaus og þann 29. desember næstkomandi munu “mistökin” sem fólgin voru í því að hinn almenni félagsmaður hefði eitthvað að segja varðandi framtíð og skipulag VR, verða leiðrétt.  Hér er ég að vísa til alvöru orðalags sem “Skuggarnir” notuðu eftir að hinn gerspillit Gunnar Páll var hrakin úr stöðu formanns VR.
Skuggarnir” þurftu bara að bíða í tæp 2 ár og þá var óeiningin búin að gera út af við hinar góðu og löngu tímabæru hugmyndir um réttlátt VR, orðnar að engu.  Tvö ár gott fólk.
Það sem “Skuggarnir” gera þann 29. desember er alveg makalaust.  Þau ætla að skipa Stefán Einar Stefánsson sem formann VR.  Sá kallar sig viðskiptasiðfræðing.  Hann er þekktastur fyrir því að standa að baki kosningasmölun og víðtæku mútukerfi þegar Ólafur Nílesen var kosin formaður SUS.  Það var tiltölulega einfalt plott en mjög skilvirkt.  Það var einhver fundur á Ísafirði hjá SUS og skyndilega birtust tugir smjörgreiddra Sjálfstæðismanna og tóku völdin á fundinum, kusu nýjan formann og flugu svo heim til Reykjavíkur.  Til eru makalausar myndbandstökur af því þegar enn smjör-skallinn er að veifa búnti með fimmþúsundköllum sem hann síðan afhendir fundartökmönnum.
Stefán er líka formaður “Varðberg”, félags um vestræna samvinnu (NATO-félag) og líka formaður “Biblíufélagsins”.  Hann hefur haldið úti bloggi sem hann eyðir öðru hvoru því sumt sem þar er skrifað er alveg á mörkunum eins og amma mín hefði sagt.  Þó ber þess að geta að Stefán Einar skrifaði um stríðið í Írak að “það væri frábrugðið öðrum stríðum, því það væri háð á forsendum mannúðar*”Stefán er blóðugur upp fyrir haus í félagsmála-stússi sínu og nýtur takmarkaðrar virðingar þeirra sem til hans þekkja.
Ég þekki aðeins til Stefáns.  Hann var samtíða mér í guðfræðideild HÍ og laug upp á mig allskonar ómerkilegri vitleysu.  Þegar ég svo útskrifaðist og fór að vinna hjá EJS sem viðskiptastjóri, fóru málin heldur betur að flækjast milli Stefáns Einars og mín.  Hann hafði komist að því að ég var meðlimur í Vantrú (nokkuð sem var álitið óhugsandi komandi úr guðfræðideildinni) og réri að því öllum árum að viðskiptasamningi Biskupsstofu og EJS  yrði rift vegna þess að ég var trúlaus. Samhliða hóf hann svo ofsóknir á hendur mér á blogginu sínu sem enduðu með því að ég sagði upp starfi mínu hjá EJS því þarna voru mín prívatmál að þvælast fyrir hagsmunum fyrirtækisins sem ég vann hjá.  Til allrar hamingju var plan B komið í gang því að konan mín hafði fengið stöðu í Gautaborg.  Við fluttum út með fjölskylduna seinna um veturinn og höfum búið þar síðan.
Þetta voru erfiðir tímar og ég óska engum þess að ganga í gegnum þennan hroða.  Ég hafði þó eindregin stuðning minna yfirmanna á EJS sem ég mat mikils jafnvel þótt að vélabrögð Stefáns hefðu komið því til leiðar að áralöngum viðskiptasamböndum var slitið.  Vinir mínir reyndust mér einnig vel sem og fjölskylda og ekki síst konan mín.  Þegar allt var hvað svartast og skýin hrúguðust upp yfir mér, tók hún utan um mig og sagði glettinn að það væri örugglega skárra að vera trúlaus guðfræðingur en siðlaus siðfræðingur.
það eru orð að sönnu.
-o-o-o-o-
það kemur mér ekkert á óvart að Ragnar Þór Ingólfsson saki Stefán Einar um lygar.  Mér þætti það reyndar tíðindi ef að Stefán hætti að ljúga ómerkilegum atvkum upp á fólk.  Þessi verðandi formaður VR er síðasta sort.
* Til eru afrit af öllum skrifum Stefáns Einars.

Site Footer